Keppni
Keppt um titilinn Markaðsneminn 2018 í dag

Frá keppninni Markaðsneminn 2015.
Matreiðslumenn FM og GM ásamt Gústav Axel Gunnlaugssyni sem er lengst til vinstri, en hann var gestadómari í keppninni.
Mynd: Björn Árnason
Nemakeppni á vegum Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins hófst í morgun á veitingastaðnum Grillmarkaðinum. 15 matreiðslunemar keppa um titilinn Markaðsneminn 2018. Á veitingastöðum FM & GM er fólk meðvitað um að heilbrigð samkeppni er góð, enda hafa matreiðslumenn veitingastaðanna margra ára reynslu af keppnum og hafa m.a. verið meðlimir í Kokkalandsliðinu.
Hver nemandi hefur 20 mínútur í eldhúsinu og það má koma með allt preppað og síðan eru keppendur ræstir með 10 mínútna millibili.
Skylduhráefni er þorskur og kál og keppendur stilla upp þremur diskum fyrir bragðdómara og einn disk fyrir myndatöku.
Gestadómari er Þráinn Freyr Vigfússon.
Bragðdómarar eru Hrefna Rósa Sætran, Axel Björn Clausen og Þráinn Freyr Vigfússon.
Eldhúsdómarar eru Guðlaugur P. Frímansson og Kirill Ter-Martirosov.
Keppendur eru:
- Grétar Bergþóruson
- Sigurbjörg Hannah
- Sölvi Már Ottósson
- Kristofer Már Jónasson
- Sigurður Sigurðsson
- Daníel Hrafn Sigurðsson
- Benedikt Kristmannsson
- Gosia Szczypiórkowska
- Ólafur Ringsted
- Heikir Örn Ottósson
- Óskar Þór Heiðarsson
- Thelma Lind Steinunnardóttir
- Rúnar Már Jóhannsson
- Ásgeir Atli Ásgeirsson
- Eiríkur Örn Brynjarsson
Úrslit verða kynnt á árshátíð Fisk-, og Grillmarkaðarins sem haldin verður á mánudaginn 15. janúar næstkomandi og í beinu framhaldi verða myndir af öllum réttum birtar og úrslit kynnt hér á veitingageirinn.is. Frábært framtak hjá eigendum og starfsfólki FM & GM og eiga þau hrós skilið fyrir þessa metnaðarfulla matreiðslukeppni.
Mynd: Björn Árnason
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn3 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn4 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn3 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn2 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





