Keppni
Keppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri og gefandi keppni í Jólaportinu í Kolaportinu laugardaginn 6. desember frá klukkan 15 til 18 þegar Jólapúns, árleg keppni Barþjónaklúbbs Íslands, fer nú fram í Kolaportinu í fyrsta sinn.
Þar munu nokkur hæfustu veitingahús Reykjavíkur takast á um titilinn besta jólapúnsið, bæði í áfengri og óáfengri útgáfu, og má búast við fjölbreyttu úrvali bragðsamsetninga í anda aðventunnar.
Gestir geta keypt drykkjarmiða á staðnum þar sem einn miði jafngildir einum drykk. Allur ágóði rennur óskertur til Sorgarmiðstöðvarinnar sem styður sorgarbörn og fjölskyldur á erfiðum tímum. Sá veitingastaður sem safnar flestum drykkjarmiðum hlýtur titilinn sigurvegari og fær þann heiður að afhenda styrkinn til Sorgarmiðstöðvarinnar að keppni lokinni.
Aðstandendur hvetja gesti til að koma við, upplifa jólalega stemningu, bragða á spennandi jólapúnsi og styrkja um leið afar dýrmætt samfélagsverkefni.
Verð:
1 miði = 1.500 kr.
5 miðar = 6.000 kr.
10 miðar = 10.000 kr.
Mynd: bar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn5 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025
-
Uppskriftir6 dagar síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






