Vertu memm

Keppni

Keppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni

Birting:

þann

Jólapúns 2025

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir skemmtilegri og gefandi keppni í Jólaportinu í Kolaportinu laugardaginn 6. desember frá klukkan 15 til 18 þegar Jólapúns, árleg keppni Barþjónaklúbbs Íslands, fer nú fram í Kolaportinu í fyrsta sinn.

Þar munu nokkur hæfustu veitingahús Reykjavíkur takast á um titilinn besta jólapúnsið, bæði í áfengri og óáfengri útgáfu, og má búast við fjölbreyttu úrvali bragðsamsetninga í anda aðventunnar.

Gestir geta keypt drykkjarmiða á staðnum þar sem einn miði jafngildir einum drykk. Allur ágóði rennur óskertur til Sorgarmiðstöðvarinnar sem styður sorgarbörn og fjölskyldur á erfiðum tímum. Sá veitingastaður sem safnar flestum drykkjarmiðum hlýtur titilinn sigurvegari og fær þann heiður að afhenda styrkinn til Sorgarmiðstöðvarinnar að keppni lokinni.

Aðstandendur hvetja gesti til að koma við, upplifa jólalega stemningu, bragða á spennandi jólapúnsi og styrkja um leið afar dýrmætt samfélagsverkefni.

Verð:
1 miði = 1.500 kr.
5 miðar = 6.000 kr.
10 miðar = 10.000 kr.

Mynd: bar.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið