Vertu memm

Keppni

Keppni hjá matreiðslunemunum á Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum

Birting:

þann

Grillmarkaðurinn

Grillmarkaðurinn

Á sunnudaginn næstkomandi fer fram keppni hjá matreiðslunemunum sem starfa á Fiskmarkaðinum og Grillmarkaðinum.  Keppnin hefst klukkan 08:00 um morgunin á Grillmarkaðinum og verða keppendur ræstir með 15 mínútna millibili.

Það eru 14 matreiðslunemar sem taka þátt og þema er forréttur sem á að innihalda lax og skelfiskur að 50 %.  Hver keppandi hefur 30 mínútur í eldhúsinu og má koma með allt preppað. Gera þarf 5 diska, þ.e 3 fyrir smakk, 1 fyrir myndatöku og einn sýningardisk.

Keppnin verður stjórnað af mikilli fagmennsku og hárfínni næmni þar sem allir kokkar á stöðunum tveimur koma að þessu á einhvern hátt, en þeir eru miklir reynsluboltar og algjörir sérfræðingar á sínu sviði.  Gestadómari er Steinn Óskar, Matreiðslumaður ársins 2006 og fyrrum meðlimur í Kokkalandsliðinu, en hann starfar sem yfirmatreiðslumaður hjá 8 Bitar Vodafone.

Dómarar eru:

Bragðdómarar:

  • Axel Björn Clausen
  • Hrefna Rósa Sætran
  • Steinn Óskar Sigurðsson

Eldhúsdómarar:

  • Guðlaugur P. Frímannsson
  • Kirill Dom Ter-Martirosov

Hvernig kom það til að þið ákváðuð að halda þessa nemakeppni?

Okkur langaði til að fá nemana til að pæla meira og öðruvísi í hlutunum.  Það er alltaf aldurstakmark í allar nemakeppnir og þar sem nemar á Íslandi eru yfirleitt eldri en t.d. nemar í löndunum í kringum okkur, þá langaði okkur að halda keppni þar sem ekkert aldurstakmark er

, sagði Hrefna Rósa Sætran í samtali við veitingageirinn.is.

Þeir sem keppa eru:

  • Arnór Ingi Bjarkason
  • Bergsteinn Guðmundsson
  • Bjartur Elí Friðþjófsson
  • Einar Óli Guðnason
  • Guðrún Ása Frímannsdóttir
  • Hekla Karen Pálsdóttir
  • Henrý Ottó Haraldsson
  • Íris Jana Ásgeirsdóttir
  • Ívar Guðmundsson
  • Ívar Þór Elíasson
  • Nick Andrew Torres La-Um
  • Sindri Freyr Mooney
  • Stefanía Sunna Róbertsdóttir
  • Sölvi Steinn helgason

Veitingageirinn.is kemur til með að gera góð skil á keppninni og verður meðal annars bein útsending að hætti Instagram.

Mynd úr safni: Matthías

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið