Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Kemur eins og ferskir vorvindar í annars mayones-smurða skyndibitamenningu Akureyrar
Það var nú á vordögum að ráðist var í að breyta húsnæði við Ráðhústorg á Akureyri í skyndibitastað. Það voru eigendur Serrano þeir Emil, framkvæmdarstjóri, og Einar Örn, sem reyndust svo djarfir. Ljóst þótti að staðurinn þyrfti á mikilli yfirhalningu að halda áður en að hægt yrði að opna þar veitingastað, þar sem að húsnæðið hýsti áður tískufataverslunina Didda Nóa. Þetta verkefni réðust þeir í ásamt her verkamanna og var því lokið nú seinnipartinn í júlí.
- Serrano við Ráðhústorg á Akureyri
- Herdís Veitingastjóri og Aðalheiður sem kom að sunnan og var henni til halds og trausts
- Það var ágætt að gera þegar að fréttamann bar að garði
Staðurinn sem rúmar 25 manns í sæti var svo opnaður með látum þann 26. júlí síðastliðinn og hafa móttökurnar verið mjög góðar að sögn Herdísar veitingastjóra. Fyrsta daginn var fyrstu 200 viðskiptavinunum gefinn „burrito“ en hinir tæplega 500 sem á eftir komu þurftu reyndar að borga, en að sögn veitingastjóra þá er þetta stærsta opnun Serrano hingað til. Haft var á orði að þrátt fyrir örsmáa hnökra á opnuninni þá voru Akureyringar og nærsveitungar afar skilningsríkir og tóku þessu öllu með stóískri ró eins og þeim einum er lagið. Staðurinn gefur sig út fyrir að vera með áherslu á ferskt hráefni og að hafa hollustuna í fyrirrúmi og kemur því eins og ferskir vorvindar í annars mayones-smurða skyndibitamenningu Akureyrar. Þarna er meðal annars hægt að fá burrito, quesadillas, nachos og því er ljóst að þarna er kominn mjög fínn kostur fyrir þá sem kjósa hollari skyndibita en „börger og franskar“.
Þrátt fyrir að hafa aðeins verið starfræktur í örfáa daga þótti starfsfólki staðarins skemmtilegt að sjá að sömu andlitin koma dag eftir dag og líta því framtíðina afar björtum augum. Eigendurnir eru einnig afar þakklátir með þessar móttökur sem þeir hafa fengið og eru þær langt fram úr okkar væntingum, sagði Emil Helgi í samtali við fréttamann.
Myndir og texti: Magnús

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri