Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Keahótel leigja Apótekið | Nýr veitingastaður og hótel í lok næsta sumars
Keahótel ehf. munu leigja Austurstræti 16 af dótturfélagi Regins. Reginn keypti eignina, sem áður hýsti Apótek Reykjavíkur, af Karli Steingrímssyni á dögunum. Húsið er alls 2.773 m2 að stærð. Fyrirhugað er að í því verði innréttað og rekið glæsilegt hótel ásamt veitingastað sem hæfa mun yfirbragði og sögu hússins. Reginn hf. mun sjá um og stýra framkvæmdum á húsinu. Gert er ráð fyrir að rekstur geti hafist í lok næsta sumars.
Keahótel ehf. eru nú þegar einn af stærri leigutökum Regins en þeir leigja einnig Hótel Kea á Akureyri. Lagt var í umfangsmiklar endurbætur á Hótel Kea í sumar og er hótelið í dag eitt af þeim glæsilegri á landinu. Keahótel ehf. reka einnig Hótel Norðurland á Akureyri, Hótel Gíg á Mývatni og í Reykjavík; Hótel Borg, Hótel Björk og Reykjavík Lights, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Við erum mjög ánægð með að hafa náð samningum við Keahótel því um er að ræða rekstraaðila með mikla reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Sömuleiðis eru aðilar sammála um að varðaveita og hafa að leiðarljósi við hönnun og breytingu innanhúss þann fágaða og glæsilega stíl sem húsið býður upp á
, segir Helgi S. Gunnarsson forstjóri Regins hf.
Um er að ræða mikilvægt skref fyrir rekstur Keahótela að hafa náð leigusamningi um Austurstræti 16. Keahótel er nú þegar með hótel rekstur í samliggjandi eignum þ.e. Hótel Borg og með því er komin rekstrarleg samfella milli allra húsanna í lengjunni frá Hótel Borg til og með Austurstræti 16. Þetta gefur okkur mikla möguleika í framtíðinni að tengja rekstur þessar hótela saman og samnýta ýmsa rekstraþætti. Við horfum því bjartsýn til framtíðarinnar og hlökkum til að starfa með Reginn í þessu verkefni sem er framundan
, segir Páll L. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Keahótel.
Mynd: Skjáskot af google korti.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir6 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Frétt5 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður