Sverrir Halldórsson
Kaupmannahöfn | 4. kafli
Vöknuðum með fyrra fallinu og pökkuðum saman og niður í morgunmat og Haukur Hannesson morgunmaturinn er orðinn lélegur á Imperial. Eftir að hafa snætt hann fórum við fram og gerðum upp herbergið. Fengum okkur sæti í lobbýinu og tókum þá ákvörðun að taka leigubíl og í för með okkur slóst hjúkrunarfræðingur og kom bíllinn út á 80 danskar á mann út á flugvöll og fannst okkur það vel sloppið.
Út á flugvelli beið hjólastóll og var mér transporterað út að biðsal, svo þegar mátti fara um borð var ég og Venni (Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari) teknir fyrstir og þegar við vorum búnir að koma okkur fyrir var almenningi hleypt inn og fékk maður nokkur skot hvort maður væri í klíkunni.
Svo var hurðinni lokað og lagt af stað og flugfreyjan byrjar þennan venjulega lestur og ég heyri ekki betur en að hún segir ( Welcome to the Lonly Iceland ) og spring úr hlátri, þannig að Venni var farin að halda að nú hefði ég snappað og vélin færi ekki í loftið, en hún gerði það nú samt.
Stuttu seinna á flugfreyjan leið framhjá sætinu og spyr ég hana hvort þetta hafi virkileg verið rétt heyrt hjá mér, fór hún alveg í flækju og sagði nei ég sagði welcome to the lovely Iceland og þar við sat, en það sem lifði ferðar að í hvert sinn sem hún talaði í míkrafóninn kom allt öfugt út úr henni.
Leiðin gekk vel heim þetta indælis fótapláss, góð sæti og síbrosandi flugfreyjur og að lokum var lent í Keflavík. Kom ein flugfreyjan til mín og spurði hvort ég ætti pantaðan rúnt um flugstöðina og kváði ég svo vera, sagði hún mér að bíða rólegur því ég yrði tekinn síðastur.
Svo kom aðilinn og rúllaði mér í gegn og út í komusalinn, þar tók Venni við og rúllaði mér út á rútunni sem beið á áður ákveðnum stað. Svo var keyrt niður að hóteli og lagt beint fyrir aftan bílinn hans Venna, töskum skutlað milli bíl, þakkað fyrir veitta þjónustu og brunað í bæinn.
Á því augnabliki var svengd farinn að segja til sín og stoppuðum við á KFC á við Sundabraut og nærðum okkur, svo skutlaði Venni mér heim og hann fór í fjörðinn og þar með líkur þessari ferðasögu.
Athugið að þessi ferð var farin til að smakka danskt jólahlaðborð og bera það saman við hið íslenska og restin af matnum var eingöngu klassískur danskur matur, þannig að þá vitið þið að þetta var gert með vilja okkar beggja.
Fleira tengt efni:

-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Frétt1 dagur síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu