Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Kaupmannahöfn | 3. kafli

Birting:

þann

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Vöknuðum um níuleitið, Venni fór í morgunmatinn, ég nennti ekki og slakaði bara á. Í hádeginu ætluðum við að heimsækja námsstað Venna, en það er 51 ár síðan hann hóf námið, staðurinn er á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn og heitir Allegade 10 og er með a la carte á jarðhæðinni, svo eru veislusalir út um allt hús og í dag hefur verið bætt við hóteli.

Allegade 10

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Kokkarnir á Allegade 10

Við mættum rétt fyrir klukkan 12, vel tekið á móti okkur, vísað til sætis, afhentur matseðillinn og boðnir drykkir, því var nú fljótsvarað bensín á kantinn og sódavatn fyrir eldri borgarann, skoðuðum við matseðillinn dágóða stund en ákváðum svo að panta eftirfarandi:

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Graflax með spergli, graflaxsósu og ristuðu brauði

Hef smakkað betri lax, frekar stór skammtur, sósan afargóð.

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Reykt síld með rauðlauk, graslauk og eggjarauðu ( sol over Gudhjem )

Síldin var algjört sælgæti, með þeim besta reykta fisk sem ég hef smakkað.

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Flæskesteikssamloka með rauðkáli, agúrkusalati, remúlaði og frönskum kartöflum

Einn gamall klassíker, alltaf jafngóður og alltaf jafngaman að snæða.

Allegade 10 á Fredriksbergi í Kaupmannahöfn

Biximatur með spældum eggjum, rauðrófum, rúgbrauði og tómatsósu

Þessi var upp á 10, örlítið grófara skorið en í gamla daga, réttur sem sýnir hvað hægt er að gera góðan mat úr afgöngum.

Þjónustan var mjög þægileg og alltaf í augnsýn, gerðum upp og héldum bara sáttir út í lífið.

Löbbuðum aðeins um og skoðuðum okkur um og Venni sagði hvað hefði breyst á þessum 50 árum, tókum svo taxa upp á hótel og lögðum okkur fram að kvöldmat en þá skyldi snætt Danskt Jólahlaðborð.

Gröften í Tívolíinu

Tívoli í Kaupmannahöfn

Tívoli í Kaupmannahöfn

Tívoli í Kaupmannahöfn

Um sexleitið vorum við komnir inn í Tívoli og röltum í rólegheitum um svæðið og kíktum á alla þessa jólabása sem eru þarna bara fyrir jól. Smátt og smátt nálguðumst við veitingastaðinn sem við ætluðum að snæð, en það var staðurinn Gröften sem er með þeim elstu í Tívoli sem enn er starfræktur.

Inn komu við og sýndum vocherinn og var vísað til sætis og vorum við á endanum á 4. tug íslendinga sem sátum á þessum palli og fengum sérhlaðborð fyrir okkur.

Hér að neðan getur að líta stóra jólahlaðborð Gröftens:

 

Fyrst var komið með brauð og síld á borðið og hver tók fyrir sig á disk. Síldin alveg svakalega bragðgóð, það vottaði fyrir brosi.

 

Síðan var sett á hlaðborðið graflax, reyktur áll, rækjusalat, sulta með sinnepi og rauðrófum, volg lifrakæfa með sveppum og beikon, og djúpsteikt rauðspretta með remúlaði.
Graflaxinn var afar góður, sama má segja um álinn, rækjusalatið mátti alveg missa sín, sultan klassísk og ágæt, lifrakæfan mjög góð og rauðsprettan glæsileg.

 

Svo kom: medisterpylsur á stúfuðu grænkáli, eplaflesk með eplum, purusteik með rauðkáli og sveskjum, steikt slátur með kanil, sýrópi og eplamauki.
Skemmst er frá því að segja að allt smakkaðist þetta alveg glimmrandi og var gaman að smakka slátrið með kanil, sýrópinu og eplamaukinu.

Gröften í Tívolíinu í Kaupmannahöfn

Ábætir

Að lokum kom ábætirinn Ris a la amande með kirsuberjasósu. Við fyrstu skeið var það klárt að viðkomandi var ekki að laga þennan ábætir í fyrsta sinn það góður var hann.

Gröften í Tívolíinu í Kaupmannahöfn

Þjónarnir voru hressir í Gröften í Tívolíinu í Kaupmannahöfn

Þjónustan var alveg til fyrirmyndar og þetta kvöld snæddu 651 kvöldverð í Gröften.

Þökkuðum við fyrir góðan viðurgjörning og næst lá leið okkar í að finna Árna pylsusala og við löbbuðum og við löbbuðum og við löbbuðum og fundum ekkert annað en Steff Holberg í Tívoli, þannig að við fórum á ráðhústorgið og leituðum að Árna þar, enginn vissi neitt þar til einn gamall, sem hökti við rámaði í hann og hélt að hann hefði farið til Færeyja. Við vorum orðnir þreyttir og tókum leigara upp á hótel í koju til að upplifa kvöldið einu sinni enn.

Fleira tengt efni:

Kaupmannahöfn | 1. kafli

Kaupmannahöfn | 2. kafli

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið