Uncategorized
Kaup mánaðarins Ágúst 2006
Stefán vínþjónn og vefstjóri Smakkarinn.is hefur valið eins og hann kallar það „Kaup mánaðarins“ og að þessu sinni varð það Freyðivínið Sander Riesling Trocken frá árinu 2004 sem varð fyrir valinu. Hér að neðan ber að líta hans álit á því víni:
Sander Riesling Trocken Freyðivín 2004
Rheinhassen, Þýskaland
Verð:
1.630 kr.
Umboðsaðili:
Hage
Lýsing:
Ger og sítróna í nefinu. Ferskt meðal þurrt vín með sítrónu og lime bragði til að byrja með, svo kemur ferskt hálf sætt sýru bragð fram eftir smá stund. Eftirbragðið er langt og ferskt.
Niðurstaða:
Ég skal viðurkenna að almennt finnst mér þýsk freyðivín ekkert annað en ódýr, varla drykkjarhæf sjampú sem eiga ekki að vera í boði í brúðkaupsveislum hvað þá á veitingahúsum. Þegar ég var beðin um að smakka lífrænt þýskt freyðivín, þá bjóst ég ekki við miklu, reyndar bjóst ég ekki við neinu! Mér til mikillar ánægju var þetta vín alveg frábært. Það var gríðarlega mikil vinna og umhyggja lagt í að gera þetta vín og það skín í gegn í gæðum og bragði. Af óskiljanlegum ástæðum drekka Íslendingar annaðhvort kampavín eða freyðivín sem kosta innan við 1.100 kr.. Þar af leiðandi eru þeir að missa af perlu í milli dýrum flokki (1.300 kr. -2.000 kr.) eins og þetta vín. Næst þegar þú vilt gott freyðivín en ekki borga kampavíns verð, prófaðu þetta.
Af smakkarinn.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 klukkustundir síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu