Markaðurinn
Katla vodka viðurkenndur af Wine Enthusiast sem einn af bestu vodkum í heimi
KATLA vodka var valin einn af 100 bestu áfengu drykkjunum síðasta árs. Það var hið virta alþjóðlega tímarit Wine Enthusiast í New york sem veitti þessa verðskulduðu viðurkenningu en með því fór KATLA á árlegan meðmælalista fyrir lesendur blaðsins. Greinahöfundar Wine Enthusiast höfðu nokkrum mánuðum áður gefið KÖTLU 94 punkta af 100 mögulegum, sem er framúrskarandi árangur fyrir lítið íslenskt fyrirtæki.
KATLA vodka, sem er framleiddur af 64° Reykjavík Distillery, hefur í kjölfarið hlotið aukna athygli erlendis og stimplað sig fastar inn sem hágæða vodka á alþjóðavísu. Áður hafði hann notið vaxandi vinsælda fyrst og fremst á Íslandi, þar sem hann hefur nú tryggan hóp aðdáenda.
64°Reykjavik Distillery er elsta íslenska distilleríiið, það hefur frá 2009 framleitt líkjöra og sterkt áfengi úr íslensku hráefni fyrir innlendan sem og erlendan markað.
„Þegar við fengum fregnir af því að Wine Enthusiast hefði veitt framleiðslu okkar athygli, urðum við bæði gríðarlega spennt og að sama skapi smá stressuð,“ segir fulltrúi 64° Reykjavík Distillery. „Gæðamat Wine Enthusiast er mjög nákvæmt og ólíkt hefðbundnum keppnum.
Þar er hvorki greitt fyrir þátttöku né fyrir umfjöllun. Nálgun þeirra tryggir hlutlausa og faglega umfjöllun sem byggir alfarið á því sem ritstjórn tímaritsins telur áhugavert og verðugt fyrir sína lesendur.“
Viðurkenningin staðfestir þá stefnu sem 64° Reykjavík Distillery hefur fylgt frá upphafi: að framleiða íslensk gæðaáfengi sem byggir á hreinleika, natni og virðingu fyrir hráefnum.
„Við erum sannarlega stolt af því að sjá KÖTLU ná alþjóðlegri viðurkenningu eftir góðan árangur innanlands. Þetta er skref í rétta átt og sýnir að íslensk framleiðsla á fullt erindi á heimsvísu.“
Distilleríið leggur áherslu á að arður og orðspor starfseminnar nýtist íslensku samfélagi.
„Við störfum innanlands, greiðum skatta hérlendis og leggjum metnað í að skapa verðmæti – samfélaginu og okkur öllum til hagsbóta,“
segir í tilkynningu fyrirtækisins.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






