Frétt
Kastrup lokað vegna skattaskulda – Jón Mýrdal: Ég hélt að ég hefði helgina
Veitingastaðurinn Kastrup við Hverfisgötu 6 lokaði skyndilega dyrum sínum í hádeginu í dag, þegar fulltrúar hins opinbera innsigluðu staðinn vegna vangreiddra skatta. Eigandi staðarins, Jón Mýrdal, greinir frá málinu í einlægri færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann biðst afsökunar á því að gestir með bókanir um helgina muni mæta að lokuðum dyrum.
„Mikið væri ég til í að taka á móti ykkur,“ skrifar Jón, sem segist hafa talið að hann hefði fram á mánudag til að klára samninga vegna skuldarinnar. Hann undirstrikar að veitingastaðurinn sé ekki gjaldþrota, en að um sé að ræða skattaskuld sem hafi hlaðist upp eftir erfið ár – skuld sem hann segist axla fulla ábyrgð á.
Að hans sögn komu embættismenn á staðinn upp úr hádegi á föstudag og lokuðu honum formlega. „Að hið opinbera taki slíka ákvörðun á föstudagseftirmiðdegi er ekkert djók,“ segir Jón og bætir við að engin þeirra tilrauna sem hann gerði til að ná sambandi við þá sem tóku ákvörðunina hafi borið árangur.
„Eftir stendur að lögreglumenn skipuðu gestum að yfirgefa staðinn samstundis, án þess að þeir náðu að klára úr glösum eða gera upp reikninginn. Það finnst mér ömurlegt og ég bið ykkur innilega afsökunar á því,“ segir hann í færslunni.
Jón segist ætla að leita samninga strax á mánudag, þegar skrifstofur hins opinbera opna á ný. Hann endar færsluna með von um bjartari tíma: „Lifi Kastrup!“
Mynd: facebook / Kastrup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið5 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






