Uppskriftir
Kartöflur með jólamatnum
Það eru margir sem spyrja mig um hvernig kartöflur sé best að hafa með jólasteikinni fyrir utan þessar hefðbundnu þ.e.a.s. sykurbrúnaðar. Hér koma uppskriftir að 4 mjög einföldum kartöflum sem meðlæti:
Fondantkartöflur
Litlar bökunarkartöflur eru skornar til eða “turneraðar” eins og sagt er á kokkamáli. Þær eru síðan brúnaðar vel í snarpheitri olíu og komið fyrir í eldföstu íláti. Lagað er gott kjötsoð úr beinum eða þá að blandað er saman vatni og kraftteningi. Fyrir 8 kartöflur að millistærð þarf um 4 dl soð. Hellið soðinu í formið og kryddið til með salti og pipar. Það sakar ekki að krydda með ferskum söxuðum kryddjurtum eins og blóðberg eða rósmarin. Bakið í 30-40 mínútur við 180 gráðu hita.
Kartöflurösti
Rífið niður afhýddar, bökunarkartöflur í fína strimla. Kreystið mesta safann úr þeim og kryddið til með pipar og salti. Gott er að setja dálítið af bræddu, hreinsoðnu smjöri saman við á þessu stigi málsins. Mótið í þunnar “kökur og brúnið á vel heitri pönnu á báðum hliðum. Einnig er mögulegt að gera eina stóra “köku” á teflonpönnu. Komið fyrir á smjörpappír á bökunarplötu og setið í 180 gráðu heitan ofn. Bakið stutta stund eða þar til kartöflurnar eru fulleldaðar.
Hin fullkomna bakaða kartafla
Þrífið stórar fallegar bökunarkartöflur í volgu vatni og þerrið vel. Pennslið með góðri jómfrúar-ólífuolíu og kryddið með fínt muldu sjávarsalti. Setjið í eldfast mót og bakið í 30-40 mínútur. Það er gömul mýta að nota álpappír utanum bökunarkartöflur.
Kartöflugratin
Skerið mjölmiklar kartöflur í þunnar sneiðar. Þá er kartöflunum raðað í vel smurt eldfast mót og rjóma hellt á milli laga. Í 1 ½ kg af kartöflum hentar u.þ.b. 3 dl af rjóma t.d. matreiðslurjóma. Best er að krydda kartöflurnar á milli laga þannig first er raðað einni þéttri röð af kartöfluskífum, hellt rjóma yfir og kryddað síðan með salti og pipar eftir smekk. Þetta er endurtekið þar til kartöflurnar og rjóminn er búinn. Síðan má blanda hráefnum saman við eins og rifnum osti, lauk í þunnum sneiðum eða hvítlauk. Sumum finnst gott að strá aðeins rifnum osti efst og einnig getur verið gott að nota smá gráðost á milli, sérstaklega með lambakjöti eða villibráð. Gratínið þarf síðan að baka þar til kartöfluskífurnar eru orðnar mjúkar.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni24 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati