Frétt
Karl Viggó bakari er bara Hafnfirðingur
Fréttamaður kíkti við i Súfastanum í Hafnarfirði og pantaði sér Swiss Mocca „to go“, sem er sjálfum sér ekki frásögu færandi, ekki nema að þegar fréttamaður er að bíða eftir að Swiss Mocca verði tilbúið þá panta sér einn gestur tvo kaffi og biður síðan um súkkulaðiköku með rjóma en um leið og hann bendir á kökuna í kælinum, þá spyr afgreiðslukonan; „ertu að meina Karl Viggó?“ og gesturinn játar því. Þarna vakti athygli fréttamanni um að heyra nafnið Karl Viggó, þar sem einn bakari að nafni Karl Viggó er ágætis félagi fréttamannsins.
Afgreiðslustúlkan tekur kökuna úr kælinum og byrjar að skera sneið af þessari kræsilegri köku og þá gat nú fréttamaðurinn ekki staðið á sér og spurði afgreiðslustúlkuna; „Hvers vegna heitir súkkulaðikakan Karl Viggó?“, en greinilega kom þessi spurning á óvart hjá þessari ágætu afgreiðslustúlku því að hún vissi ekki hvers vegna hún var kölluð þetta, en við það kom önnur afgreiðslustúlka sem greinilega heyrði spurningu mína og vandræðaháttinn á hinni afgreiðslustúlkunni og sagði; „þetta er nafn á bakara“.
Fréttamaðurinn stóðst ekki mátið og varð að vera smá illkvittnislegur og spurði aðra spurningu; „Er hann að vinna hér?“ og þá svaraði afgreiðslustúlkan; „nei, nei, hann er bara hafnfirðingur“ og við þetta svar gat nú fréttamaðurinn ekki annað en brosað útí annað.
En engu að síður, þá mælir fréttamaður með því að þeir sem eiga leið fram hjá Súfistanum, að endilega koma þar við og smakka Karl Viggó kökuna, því að hún hlýtur að vera mjög góð enda kemur uppskriftin frá Karl Viggó, sem er bara Hafnfirðingur.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði