Frétt
Karl Viggó bakari er bara Hafnfirðingur
Fréttamaður kíkti við i Súfastanum í Hafnarfirði og pantaði sér Swiss Mocca „to go“, sem er sjálfum sér ekki frásögu færandi, ekki nema að þegar fréttamaður er að bíða eftir að Swiss Mocca verði tilbúið þá panta sér einn gestur tvo kaffi og biður síðan um súkkulaðiköku með rjóma en um leið og hann bendir á kökuna í kælinum, þá spyr afgreiðslukonan; „ertu að meina Karl Viggó?“ og gesturinn játar því. Þarna vakti athygli fréttamanni um að heyra nafnið Karl Viggó, þar sem einn bakari að nafni Karl Viggó er ágætis félagi fréttamannsins.
Afgreiðslustúlkan tekur kökuna úr kælinum og byrjar að skera sneið af þessari kræsilegri köku og þá gat nú fréttamaðurinn ekki staðið á sér og spurði afgreiðslustúlkuna; „Hvers vegna heitir súkkulaðikakan Karl Viggó?“, en greinilega kom þessi spurning á óvart hjá þessari ágætu afgreiðslustúlku því að hún vissi ekki hvers vegna hún var kölluð þetta, en við það kom önnur afgreiðslustúlka sem greinilega heyrði spurningu mína og vandræðaháttinn á hinni afgreiðslustúlkunni og sagði; „þetta er nafn á bakara“.
Fréttamaðurinn stóðst ekki mátið og varð að vera smá illkvittnislegur og spurði aðra spurningu; „Er hann að vinna hér?“ og þá svaraði afgreiðslustúlkan; „nei, nei, hann er bara hafnfirðingur“ og við þetta svar gat nú fréttamaðurinn ekki annað en brosað útí annað.
En engu að síður, þá mælir fréttamaður með því að þeir sem eiga leið fram hjá Súfistanum, að endilega koma þar við og smakka Karl Viggó kökuna, því að hún hlýtur að vera mjög góð enda kemur uppskriftin frá Karl Viggó, sem er bara Hafnfirðingur.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi