Frétt
Kampýlobakter og salmonella greindist í kjöti á íslenskum markaði
Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á íslenskum markaði sýnir að örverufræðilegt ástand er almennt gott hvað varðar salmonellu og kampýlóbakter. Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) greinist í kjöti af íslensku sauðfé og er það vísbending um að STEC sé hluti af náttúrulegri flóru sauðfjár. Eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar er öflugt hér á landi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur árið 2019 á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum kjöti á markaði. Fimm stærstu heilbrigðiseftirlitsvæðin á landinu sáu um sýnatökuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Sýni voru tekin af innlendu og erlendu kjöti í matvöruverslunum á fjölmennustu svæðum landsins. Tilgangur sýnatökunnar var að skima fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í smásöluverslunum.
Í ófrosnu kjúklingakjöti greindist ekki salmonella. Kampýlobakter greindist í litlu magni í 3 sýnum af frosnu kjúklingakjöti. Salmonella greindist ekki nautgripakjöti. Salmonella (Salmonella Kedougou) greindist í einu sýni af innlendu svínakjöti. Dreifing var stöðvuð og kjötið tekið af markaði og innkallað frá neytendum. Í 22% sýna af kjöti af sauðfé greindist meinvirknigen STEC en þar af ræktaðist E. coli sem bar meinvirknigen í 14% sýnanna.
Fjallað er nánar um niðurstöður í skýrslu um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2019.
Samsvarandi skimun var gerð hér á landi í fyrsta sinn árið 2018 og hafa stjórnvöld ákveðið að halda áfram aukinni vöktun á sjúkdómsvaldandi örverum í fersku kjöti á markaði a.m.k þetta ár.
Sjá einnig:
Mynd: úr safni
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi