Frétt
Kampýlobakter og salmonella greindist í kjöti á íslenskum markaði
Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á íslenskum markaði sýnir að örverufræðilegt ástand er almennt gott hvað varðar salmonellu og kampýlóbakter. Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) greinist í kjöti af íslensku sauðfé og er það vísbending um að STEC sé hluti af náttúrulegri flóru sauðfjár. Eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar er öflugt hér á landi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur árið 2019 á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum kjöti á markaði. Fimm stærstu heilbrigðiseftirlitsvæðin á landinu sáu um sýnatökuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Sýni voru tekin af innlendu og erlendu kjöti í matvöruverslunum á fjölmennustu svæðum landsins. Tilgangur sýnatökunnar var að skima fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í smásöluverslunum.
Í ófrosnu kjúklingakjöti greindist ekki salmonella. Kampýlobakter greindist í litlu magni í 3 sýnum af frosnu kjúklingakjöti. Salmonella greindist ekki nautgripakjöti. Salmonella (Salmonella Kedougou) greindist í einu sýni af innlendu svínakjöti. Dreifing var stöðvuð og kjötið tekið af markaði og innkallað frá neytendum. Í 22% sýna af kjöti af sauðfé greindist meinvirknigen STEC en þar af ræktaðist E. coli sem bar meinvirknigen í 14% sýnanna.
Fjallað er nánar um niðurstöður í skýrslu um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2019.
Samsvarandi skimun var gerð hér á landi í fyrsta sinn árið 2018 og hafa stjórnvöld ákveðið að halda áfram aukinni vöktun á sjúkdómsvaldandi örverum í fersku kjöti á markaði a.m.k þetta ár.
Sjá einnig:
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi