Frétt
Kampýlobakter og salmonella greindist í kjöti á íslenskum markaði
Skimun fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í kjöti á íslenskum markaði sýnir að örverufræðilegt ástand er almennt gott hvað varðar salmonellu og kampýlóbakter. Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) greinist í kjöti af íslensku sauðfé og er það vísbending um að STEC sé hluti af náttúrulegri flóru sauðfjár. Eftirlit með salmonellu og kampýlóbakter á fyrri stigum matvælakeðjunnar er öflugt hér á landi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Matvælastofnun, í samvinnu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga, skipulögðu sýnatökur árið 2019 á algengustu sjúkdómsvaldandi örverum kjöti á markaði. Fimm stærstu heilbrigðiseftirlitsvæðin á landinu sáu um sýnatökuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnun.
Sýni voru tekin af innlendu og erlendu kjöti í matvöruverslunum á fjölmennustu svæðum landsins. Tilgangur sýnatökunnar var að skima fyrir sjúkdómsvaldandi örverum í afurðum þegar neytandinn fær þær í hendur og fór því sýnatakan fram í smásöluverslunum.
Í ófrosnu kjúklingakjöti greindist ekki salmonella. Kampýlobakter greindist í litlu magni í 3 sýnum af frosnu kjúklingakjöti. Salmonella greindist ekki nautgripakjöti. Salmonella (Salmonella Kedougou) greindist í einu sýni af innlendu svínakjöti. Dreifing var stöðvuð og kjötið tekið af markaði og innkallað frá neytendum. Í 22% sýna af kjöti af sauðfé greindist meinvirknigen STEC en þar af ræktaðist E. coli sem bar meinvirknigen í 14% sýnanna.
Fjallað er nánar um niðurstöður í skýrslu um skimun fyrir sjúkdómsvaldandi bakteríum í kjöti á markaði 2019.
Samsvarandi skimun var gerð hér á landi í fyrsta sinn árið 2018 og hafa stjórnvöld ákveðið að halda áfram aukinni vöktun á sjúkdómsvaldandi örverum í fersku kjöti á markaði a.m.k þetta ár.
Sjá einnig:
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn1 klukkustund síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu