Freisting
Kampavínsdagar í Gallery veitingastaðnum á Hótel Holt
Á fimmtudagskvöldinu var prufukeyrsla á matnum og hafði fulltrúum Freistingar.is verið boðið að koma og smakka á herlegheitunum.
Kominn var til landsins Michelin stjörnukokkurinn Didier Aines yfirmatreiðslumeistari á Grand Hotel du Cap-Ferrat ( www.grand-hotel-cap-ferrat.com )sem staðsett er á Frönsku Rívierunni ásamt aðstoðarmönnum og með matseðil sem var samin með Veuve Clicquot kampavínin í huga.
Eins og áður er sagt var Gallery veitingastaðurinn á Holtinu ( www.holt.is ) raminn utan um áðurnefnda daga.
Matseðill var eftirfarandi:
Sveppaterrína með andacarpaccio og sveppafroðu
**********
Steikt andarlifur og appelsínukavíar ,Balsamic, ferskt salat
Veuve Clicqout Brut
**********
Sandhverfa á steiktri rísotto með rjómasósu,soði og steinseljuolíu
Veuve Clicqount Rosé
**********
Dádýrasteik, gljáður ananas ,grænir hnappar og basil-ananas sorbet
Veuve Clicqount Vintage
***********
Valrona súkkulaðiþynnur,súkkulaðimús, mango sorbet og mango sósa
Veuve Clicqount Demi-Sec
Má geta þess að dádýrið var spikdregið, lúnamjúkt og laust við hráabragðið sem því miður er alltof oft á diskum veitingastaða í Reykjavík.
Skemst er frá því að segja að maturinn, þjónustan og umhverfið féll virkilega Vel saman og hrein unun að upplifa slíka kvöldstund eins og ég upplifði þetta kvöldið.
Það sem toppaði kvöldið var dessert kokkurinn, sem kom með Didier og mun ég gera sér grein um hann, takk fyrir mig.
Myndasafn:
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
Slóð: Almennar myndir / Kampavínsdagar Holtsins
Mynd: Guðjón Steinsson | Texti: Sverrir Halldórsson
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum