Vertu memm

Markaðurinn

Kaffivélar fyrir allar þarfir

Fyrirtækjasvið Danól þjónustar allar gerðir fyrirtækja og býður upp á úrval kaffivéla sem henta fyrir ólíkar aðstæður. Þar er líka hægt að fá alls kyns góðgæti til að hafa með kaffinu.

Birting:

þann

Anna Sigríður Pétursdóttir hjá Danól

Anna Sigríður Pétursdóttir segir að hjá Danól geti allar stærðir og gerðir fyrirtækja fengið kaffivélar sem henta þörfum þeirra.

Fyrirtækjasvið Danól þjónustar allar gerðir fyrirtækja, stór og smá, sem og hótel og veitingastaði,“ segir Anna Sigríður Pétursdóttir sölustjóri.

„Við bjóðum upp á hágæða kaffi frá Lavazza og Merrild og te frá Whittington. Lavazza er þekkt ítalskt vörumerki sem er selt í yfir 90 löndum og er þekkt fyrir að leggja mikinn metnað í umgjörðina á kaffidrykkjum sínum. Viðskiptavinir okkar fara ekki varhluta af því, enda leita margir til okkar bara út af Lavazza kaffinu og vilja ekkert annað. Merrild kaffið þekkja svo flestir Íslendingar, enda er það eitt mest selda kaffið á Íslandi.“

Ólíkar vélar fyrir ólíkar þarfir

„Við erum með gott úrval kaffivéla fyrir ólíkar aðstæður og bjóðum upp á úrval kaffibauna, sem og malað eða instant kaffi,“ segir Anna. „Fyrir kaffihús og veitingastaði bjóðum við bæði upp á stórar og minni espresso vélar, hylkjakaffi og baunakaffi. Með leigu á espresso vélum fylgir líka aðgangur að námskeiði í kaffisýningarsal Danól þar sem kaffisérfræðingur okkar sýnir allt sem þarf til að búa til fullkomna espresso bolla. Fyrir minni fyrirtæki og vinnustaði bjóðum við upp á heilbaunavélar, sem mala kaffibaunir fyrir hvern bolla,“ segir Anna.

Við höfum líka úrval heilbauna kaffivéla þar sem möguleiki er á að annaðhvort flóa ferska mjólk eða nota mjólkurduft í kaffidrykki. Þú færð því dýrindis kaffibolla með því að ýta aðeins á einn takka. Fyrir stór fyrirtæki býður Danól upp á instant kaffivélar,“ segir Anna.

„Slíkar kaffivélar eru hraðvirkar og henta því vel þegar þörf er á miklu kaffi á skömmum tíma og hagstæðu verði. Fyrir hótel og stóreldhús býður Danól einnig upp á klassískar uppáhellingarvélar fyrir malað kaffi, sem henta t.d. vel fyrir morgun verðarhlaðborð eða í margmenni,“ segir Anna. „Með þeim er auðvelt að hella upp á mjög mikið af kaffi á stuttum tíma.“

Allt með kaffinu

„Fyrirtækjaþjónusta Danól býður líka upp á ýmislegt spennandi sem gott er að gæða sér á með ljúfum kaffibolla,“ segir Anna. „Hjá okkur er til dæmis hægt að fá kex, hrökkbrauð og sælgæti, svo fátt eitt sé nefnt. Svo erum við alltaf að bæta við spennandi nýjungum, þannig að við getum boðið upp á sem mesta fjölbreytni. Í byrjun árs hófum við líka að selja grænmetis- og veganrétti og bjóðum upp á stórar einingar sem henta vel fyrir stóreldhús og mötuneyti,“ segir Anna.

„Þetta eru sænskar gæðavörur sem hafa slegið í gegn hér á landi, enda eru þær einstaklega bragðgóðar. Við leggjum metnað í að bjóða upp á góða þjónustu og bregðumst hratt við öllum fyrirspurnum. Við erum með glæsilegan sýningarsal í húsakynnum okkar að Tunguhálsi 19, þar sem viðskiptavinir okkar geta komið og fengið að sjá þær vélar sem við bjóðum upp á og smakkað kaffið okkar,“ segir Anna.

Allar nánari upplýsingar er hægt að finna á www.danol.is eða með því að hafa samband í tölvupósti á [email protected] eða í síma 595- 8100.

Greinin birtist fyrst í sérblaði Fréttablaðsins, Fyrirtækjaþjónusta, þann 22. ágúst 2018.

Mynd: aðsend / danol.is

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið