Starfsmannavelta
Kaffihúsið Varmó í Vestmannaeyjum lokar
Kaffihúsið og mötuneytið Varmó í Vestmannaeyjum við Strandveg 51 á horni Herjólfsgötu og Strandvegs hefur lokað fyrir fullt og allt, en þetta tilkynntu eigendur viðskiptavinum sínum í morgun.
Eigendur eru Aldís Atladóttir og Kristinn Andersen.
„Því miður er komin upp sú staða að ég verð að loka Café Varmó, það eru 10 ár í dag 1. apríl síðan við Kiddi opnuðum“
segir Aldís í tilkynningu, en reksturinn hefur verið erfiður síðustu mánuði og svo bættist kórónuveiru-faraldurinn við sem gerði útslagið.

Í gegnum árin hefur kaffihúsið Varmó boðið upp á góðar tertur, kaffi og brauðmeti og heitan mat í hádeginu og á kvöldin alla virka daga. Eigendur eru Aldís Atladóttir frá Varmadal (Varmó) og Kristinn Andersen (Kiddi á hótelinu).
Myndir: facebook / Café Varmó

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Konudagstilboð