Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Kaffihúsið Fríða lokar, nema fyrir hópabókanir, en súkkulaðiframleiðslan verður áfram – Viðtal við Fríðu – Vídeó

Birting:

þann

Fríða Björk Gylfadóttir

Fríða Björk Gylfadóttir

Fríða Björk Gylfadóttir, sem rekið hefur súkkulaðikaffihús á Siglufirði í að verða sex ár, ætlar að breyta rekstrinum frá næstu mánaðarmótum. Kaffihúsið mun þá loka, nema fyrir hópabókanir, en súkkulaðiframleiðslan verður áfram á sínum stað.

Árið 2015 þegar Fríða missti vinnuna í bankanum sem hún starfaði í fékk eiginmaður hennar þá hugmynd að hún myndi sameina áhugamál sín, sem var að mála og gera konfekt.

„Og við tókum og breyttum vinnustofunni minni og þetta er niðurstaða,“

segir Fríða þegar hún var beðin um að rifja upp sögu Súkkulaðikaffihússins í þættinum Að norðan á N4.

Þar kom fram að kaffihúsareksturinn hafi gengið framar vonum og það hafi verið mun meira að gera en þau hjónin hafi nokkurn tíman átt von á. Framundan eru þó breytingar á rekstrinum því frá og með 1. maí þá verður kaffihúsið einungis opið fyrir hópa sem panta fyrirfram og greiða staðfestingargjald en vefversluninni verður þess í stað gert hærra undir höfði.

Þessi ákvörðun er tekin úr frá heilsufarsástæðum eins og segir á Facebooksíðu Súkkulaðikaffihússins.

Öðruvísi páskaegg

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

Fyrir páskana framleiðir Fríða alltaf páskaegg þar sem hún blandar gjarnan saman ólíkum tegundum af súkkulaði en slík egg hafa verið afar vinsæl og eru þau t.d. komin í sölu hjá Me&Mu í Garðabæ og Svarta Svaninum á Akureyri.

Fríða súkkulaðikaffihús á Siglufirði

„Ég geri þau ekkert ósvipað og molana. Ég steypi skeljarnar og fylli þær og loka eggjunum. Vinsælustu eggin eru eiginlega þau sem eru ekki eins að framan og aftan. Þannig ég er kannski með egg sem er með dökkt súkkulaði öðru megin og mjólkursúkkulað hinu megin, og þau eru eiginlega vinsælust,“

segir Fríða sem selt hefur páskaegg síðan 2017.

Lára súkkulaðiplatan vinsælust

Þó páskaeggin séu alltaf vinsæl fyrir páskana þá er vinsælasta afurð súkkulaðikaffihússins þó súkkulaðiplatan Lára sem inniheldur karamellusúkkulaði, trönuber og sjávarsalt.

„Þú getur verið svo skapandi í súkkulaðinu, að para súkkulaðið með einhverri tegund af bjór eða búa til eitthvað sérstakt úr súkkulaðinu, það er bara svo margt gaman,“

segir Fríða.

Myndir: skjáskot úr myndbandi N4

Fleiri fréttir af Fríðu hér.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið