Viðtöl, örfréttir & frumraun
Kaffibrennslan í Skagafirði fékk fimm milljóna króna styrk frá Íslandsbanka

Vala Stefánsdóttir kynnir kaffibrennslu í Skagafirði á lokaviðburði Startup Storms í nóv. 2023.
Vala er vel þekkt í kaffibarmenningunni á Íslandi og hefur mikla reynslu í kaffibarþjónakeppnum.
Nýlega úthlutaði Íslandsbanki 14 frumkvöðlaverkefnum styrki úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka. Alls var úthlutað styrkjum fyrir 50 millj. króna
Verkefnið Kaffibrennsla í Skagafirði hlaut hæsta styrk sem var úthlutað eða 5 millj. kr. Á bak við verkefnið standa frumkvöðlarnir Vala Stefánsdóttir og Rannveig Einarsdóttir á Páfastöðum 2. Þær voru þátttakendur í viðskiptahraðlinum Startup Storm sem SSNV stóð fyrir í samstarfi við SSNE og Eim undir merki Norðanáttar í haust og hlutu styrk úr uppbyggingasjóði 2022.
Vala og Rannveig hafa verið með kaffi undir merkinu Kvörn sem brennt hefur verið á Stöðvafirði en á döfinni er að setja upp kaffibrennslu á Páfastöðum 2 og framleiða þar gæðakaffi. Þær ætla að feta á í fótspor smábrugghúsa með uppbyggingu sem styður við bætta kaffimenningu, nýjungar í framleiðslu, aukið framboð á gæðakaffi, fræðslu og fjölbreytt námskeið sem tengjast kaffi.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka hefur að markmiði að hvetja til nýsköpunar og þróunar og styðja frumkvöðlaverkefni sem stuðla að þeim fjórum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Íslandsbanki hefur valið að leggja sérstaka áherslu á. Það eru Menntun fyrir alla, Jafnrétti kynjanna, Nýsköpun og uppbygging og Aðgerðir í loftslagsmálum.
Hér má lesa meira um úthlutun úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.
Mynd: ssnv.is
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn1 dagur síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar





