Freisting
Kaffibrennslan á meðal þeirra bestu
Kaffibrennslan í Pósthússtræti, sem nú heitir Brons, er á lista yfir 80 bestu bari í heimi, sem ástralska ferðaskrifstofan Thirsty Swagman mælir með. Þetta kemur fram febrúartölublaði karlatímaritsins Ralph.
Ferðaskrifstofan Thirsty Swagman býður viðskiptavinum sínum m.a. að ferðast um heiminn til að heimsækja krár og drekka öl.
Það er frábært að sjá hve margar krár og barir, sem eru í þeim löndum sem við heimsækjum, eru á meðal þeirra bestu í heiminum, segir Karen Logan, upplýsingafulltrúi Thirsty Swagman.
Rock City í Phuket á Taílandi er hins vegar sagður besti barinn í heiminum í dag. Þetta kemur fram í grein sem kallast Umhverfis heiminn á 80 börum.
Sem fyrr segir er minnst á Kaffibrennsluna í Reykjavík, auk Tiger Bar í Taílandi, Harrys Quayside Bar í Singapore, Deschlers Bar og The Mini Bar í Nýja Sjálandi, Düsseldorf Altstadt í Þýskalandi, DAlmhuettn í Austurríki og Beer Factory í Tékklandi.
Af vef Mbl.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt1 dagur síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Keppni2 dagar síðan
Sigurvegarar í Íslandsmóti matvæla- og veitingagreina 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Frétt2 dagar síðan
Þjónar í New York vilja sanngjörn laun, ekki þjórfé
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan