Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Jungle opnar í miðbænum – Jónas Heiðarr: „þetta verður skemmtilegasti kokteilbar landsins“
Kokteilbarinn Jungle opnar á næstum dögum við Austurstræti 9 (efri hæð), þar sem Loftið var og hét.
Eigendur eru fimm vinir og vel þekktir í barmenningunni, en þeir eru Jónas Heiðarr Guðnason og Jónmundur Þorsteinsson sem eru meirihluta eigendur. Meðeigendur eru Ólafur Andri Benediktsson, Jakob Eggertsson og Vikingur Thorsteinsson.
„Við munum vinna mikið með okkar hráefni. Númer 1,2 og 3 hjá okkur eru fersk hráefni í kokteilana. Ferskir safar og heimagerð síróp á hverjum einasta degi. Hvaða hráefni nákvæmlega verða á seðlinum þarf að koma í ljós þegar seðillinn er tilbúinn. Verður mikið af nýstárlegum aðferðum í bland við klassík.“
Sagði Jónas Heiðarr í samtali við veitingageirinn.is.
Ekki verður boðið uppá mat til að byrja með:
„Það er eitthvað sem okkur langar að skoða í framtíðinni.“
Sagði Jónas Heiðarr aðspurður um matseðil.
Hægt er að fylgjast með Jungle á Instagram og á Facebook.
Ekki bara kokteilar
„Það eru allir velkomnir á Jungle og við stefnum á geggjaða stemningu í takt við það. Hugmyndin á bakvið Jungle er í rauninni allt það skemmtilega, flippaða og óformleg heitin við „Tiki“ bari, mínus flipflop skórnir og hawai skyrturnar, mætir nútíma kokteilbar.
Basicly þá á þetta að vera skemmtilegasti kokteilbar landsins, með bestu kokteilana og enga óþarfa sýndamennsku. Það eiga allir að finna eitthvað gott að drekka á Jungle, hvort sem það er kokteilar, bjór, rautt, hvítt, búbblur, kaffi eða óáfengt. Við ætlum alltaf að vera með eitthvað geggjað að drekka fyrir þá sem drekka ekki áfengi, bæði kokteila og óáfenga bjóra.“
Sagði Jónas Heiðarr að lokum.
Opnunartími á Jungle er frá 15-01 á virkum og 15-03 um helgar.
Myndir frá framkvæmdum: aðsendar
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa