Keppni
Jónmundur sigraði í Monkey Shoulder kokteilkeppninni

Jónmundur Þorsteinsson
Á milli jóla og nýárs komu saman nokkrir af bestu barþjónum landsins og kepptu sín á milli í Monkey Shoulder kokteilkeppni.
Mikill erill var hjá öllum fram að jólum og gamlárs helgin framundan og því var þetta kærkomið tækifæri að slappa aðeins af, hitta kollegana og skemmta sér smá. Það var vel mætt í Ægisgarð þetta kvöld bæði af fólki úr faginu og svo vinum og vandamönnum keppenda.
Áhersla var lögð á frumleika og það stóð svo sannarlega ekki í þáttakendum, margir og ótrúlega skemmtilegir drykkir litu dagsins ljós.
Jónmundur Þorsteinsson á Apótek Kitchen and Bar var sigurvegari kvöldsins og hlýtur að launum ferð á Camp Monkey á næsta ári. Camp Monkey eru vinnu og þjálfunarbúðir þar sem 40-50 barþjónar allstaðar að koma saman einhversstaðar í Evrópu í 3 daga. Boðið upp á fyrirlestra, work shop, leika sér með öðrum á barnum og bara almenna gleði og ánægju.
Verðlaun fyrir frumlegasta drykkinn fékk Daníel Kavanagh á Sushi Social.
Hér eru sigurdrykkurinn hans Jónmundar:
Stranger tides
- 1 1/2 oz Monkey shoulder
- 1 1/4 oz Amaro Averna
- 3/4 oz Lime
- Hristur og borin fram á klaka í viskíglasi.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur
-
Keppni14 klukkustundir síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó