Freisting
Jónína Bjartmarz rekur hótel í Kína
Jónína Bjartmarz, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins, hefur opnað hótel í borginni Xiamen í Kína ásamt eiginmanni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni. Hótelið heitir Boutique Rendezvous og er í kínverskri villu frá árinu 1930.
Þetta er yndislegt, gamalt hús; hér er hátt til lofts og vítt til veggja. Það þurfti heilmikla tiltekt og endurbætur á húsinu áður en við opnuðum. Við leigjum nú út ein sex herbergi í húsinu, segir Jónína og bætir því við aðspurð að þau hafi leigt villuna til nokkurra ára undir hótelið.
Jónína segir að þau hjónin hafi verið byrjuð á verkefninu fyrir bankahrunið og að þau hafi blessunarlega náð að klára að standsetja villuna undir hótelreksturinn. Þetta er aðallega notalegt hjá okkur myndi ég segja. Við erum bara með lítinn og nettan rekstur, erum til dæmis ekki með sundlaug. Hvert herbergi er með svölum og eigin baðherbergi og svo erum við með stóran garð þar sem gott er að vera, segir Jónína en hótelið er miðsvæðis í borginni sem er mikill ferðamannastaður. Þetta er yndislegur staður og eiginlega eini staðurinn í Kína sem ég hefði getað hugsað mér að búa á, en Jónína kom fyrst til landsins fyrir fimm árum.
Hún segir þó langt í frá að hún sé alfarið flutt til Kína heldur ætli hún aðeins að vera þar með annan fótinn á næstu árum. Ég er fyrst og fremst Íslendingur og verð alltaf, segir Jónína. Hún segir, í samtali við DV frá Kína í gegnum Skype, að enn erfiðara sé að vera í útlöndum þegar ástandið er svo slæmt heima á Íslandi, þá reiki hugurinn miklu oftar heim til vina og vandamanna en þegar vel árar.
Greint frá á Dv.is
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Nemendur & nemakeppni5 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni12 klukkustundir síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Óhæfar saxaðar döðlur til neyslu