Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólaportið opnar 15. nóvember í Kolaportinu
Jólaportið, hinn árlegi innanhúss jólamarkaður Kolaportsins, opnar föstudaginn 15. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum. Gestum býðst að ganga beint inn í hátíðaranda þar sem úrval jólavara, handverks og kræsingar mun skapa hlýja og notalega stemningu á þessum dimmu vetrardögum.
Jólaportið er fyrsta stórverkefni nýrra rekstraraðila Kolaportsins en þeir Róbert Aron og Einar Örn tóku nýverið við rekstrinum eftir að hafa unnið útboð Reykjavíkurborgar. Þeir leggja áherslu á að byggja upp lifandi og fjölbreytt mannlíf og jólamarkaðurinn er liður í þeirri sýn.
Á markaðnum verða litlir og skreyttir jólabásar, risastórt jólatré, ilmandi jólaglögg og fjölbreytt úrval af hátíðarlegum viðburðum. Fyrstu opnunarhelgina koma til sögunnar um fjörutíu nýir söluaðilar sem bætast við hina um fimmtíu sem eru venjulega í Kolaportinu.
Þá verður jólamarkaður Regn með um tuttugu söluaðilum sem bjóða upp á fatnað og skemmtilega gjafavöru og nágrannar Kolaportsins frá Hafnarhúsi og Hlemmi Haus munu einnig leggja sitt af mörkum með íslenskri list og handverki.
Nánari upplýsingar um dagskrá og söluaðila má finna á jolaportid.is.
Jólaportið er opið á laugardögum frá klukkan ellefu til sex og á sunnudögum frá klukkan ellefu til fimm.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup








