Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólaportið opnar 15. nóvember í Kolaportinu
Jólaportið, hinn árlegi innanhúss jólamarkaður Kolaportsins, opnar föstudaginn 15. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum. Gestum býðst að ganga beint inn í hátíðaranda þar sem úrval jólavara, handverks og kræsingar mun skapa hlýja og notalega stemningu á þessum dimmu vetrardögum.
Jólaportið er fyrsta stórverkefni nýrra rekstraraðila Kolaportsins en þeir Róbert Aron og Einar Örn tóku nýverið við rekstrinum eftir að hafa unnið útboð Reykjavíkurborgar. Þeir leggja áherslu á að byggja upp lifandi og fjölbreytt mannlíf og jólamarkaðurinn er liður í þeirri sýn.
Á markaðnum verða litlir og skreyttir jólabásar, risastórt jólatré, ilmandi jólaglögg og fjölbreytt úrval af hátíðarlegum viðburðum. Fyrstu opnunarhelgina koma til sögunnar um fjörutíu nýir söluaðilar sem bætast við hina um fimmtíu sem eru venjulega í Kolaportinu.
Þá verður jólamarkaður Regn með um tuttugu söluaðilum sem bjóða upp á fatnað og skemmtilega gjafavöru og nágrannar Kolaportsins frá Hafnarhúsi og Hlemmi Haus munu einnig leggja sitt af mörkum með íslenskri list og handverki.
Nánari upplýsingar um dagskrá og söluaðila má finna á jolaportid.is.
Jólaportið er opið á laugardögum frá klukkan ellefu til sex og á sunnudögum frá klukkan ellefu til fimm.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel20 klukkustundir síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








