Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Jólaportið opnar 15. nóvember í Kolaportinu

Birting:

þann

Jólaportið - Kolaportið

Jólaportið, hinn árlegi innanhúss jólamarkaður Kolaportsins, opnar föstudaginn 15. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum. Gestum býðst að ganga beint inn í hátíðaranda þar sem úrval jólavara, handverks og kræsingar mun skapa hlýja og notalega stemningu á þessum dimmu vetrardögum.

Jólaportið er fyrsta stórverkefni nýrra rekstraraðila Kolaportsins en þeir Róbert Aron og Einar Örn tóku nýverið við rekstrinum eftir að hafa unnið útboð Reykjavíkurborgar. Þeir leggja áherslu á að byggja upp lifandi og fjölbreytt mannlíf og jólamarkaðurinn er liður í þeirri sýn.

Jólaportið - Kolaportið

Á markaðnum verða litlir og skreyttir jólabásar, risastórt jólatré, ilmandi jólaglögg og fjölbreytt úrval af hátíðarlegum viðburðum. Fyrstu opnunarhelgina koma til sögunnar um fjörutíu nýir söluaðilar sem bætast við hina um fimmtíu sem eru venjulega í Kolaportinu.

Þá verður jólamarkaður Regn með um tuttugu söluaðilum sem bjóða upp á fatnað og skemmtilega gjafavöru og nágrannar Kolaportsins frá Hafnarhúsi og Hlemmi Haus munu einnig leggja sitt af mörkum með íslenskri list og handverki.

Jólaportið - Kolaportið

Nánari upplýsingar um dagskrá og söluaðila má finna á jolaportid.is.

Jólaportið er opið á laugardögum frá klukkan ellefu til sex og á sunnudögum frá klukkan ellefu til fimm.

Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið