Viðtöl, örfréttir & frumraun
Jólaportið opnar 15. nóvember í Kolaportinu
Jólaportið, hinn árlegi innanhúss jólamarkaður Kolaportsins, opnar föstudaginn 15. nóvember og verður opinn allar helgar fram að jólum. Gestum býðst að ganga beint inn í hátíðaranda þar sem úrval jólavara, handverks og kræsingar mun skapa hlýja og notalega stemningu á þessum dimmu vetrardögum.
Jólaportið er fyrsta stórverkefni nýrra rekstraraðila Kolaportsins en þeir Róbert Aron og Einar Örn tóku nýverið við rekstrinum eftir að hafa unnið útboð Reykjavíkurborgar. Þeir leggja áherslu á að byggja upp lifandi og fjölbreytt mannlíf og jólamarkaðurinn er liður í þeirri sýn.
Á markaðnum verða litlir og skreyttir jólabásar, risastórt jólatré, ilmandi jólaglögg og fjölbreytt úrval af hátíðarlegum viðburðum. Fyrstu opnunarhelgina koma til sögunnar um fjörutíu nýir söluaðilar sem bætast við hina um fimmtíu sem eru venjulega í Kolaportinu.
Þá verður jólamarkaður Regn með um tuttugu söluaðilum sem bjóða upp á fatnað og skemmtilega gjafavöru og nágrannar Kolaportsins frá Hafnarhúsi og Hlemmi Haus munu einnig leggja sitt af mörkum með íslenskri list og handverki.
Nánari upplýsingar um dagskrá og söluaðila má finna á jolaportid.is.
Jólaportið er opið á laugardögum frá klukkan ellefu til sex og á sunnudögum frá klukkan ellefu til fimm.
Tölvuteiknaðar myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays
-
Frétt5 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Keppni2 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir








