Vertu memm

Veitingarýni

Jólahlaðborð á Snaps bistro | Veitingarýni

Birting:

þann

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Þegar við sáum hvað væri á hlaðborði þeirra Snapsmanna ákváðum við að taka hús á þeim og smakka og bera saman við borðið í Gröften í Tívoli en þema beggja var danskt.

Okkur var vísað til sæti og boðnir drykkir, þar sem við sögðum þjóninum að við ætluðum í jólahlaðborðið, við pöntuðum malt og appelsín og rauðvínsglösin tekin. Svo leið smá stund þá kom annar þjónn með malt og appelsín í dvergkaröflum og sömu rauðvínsglösin og fyrri þjónninn hafði nýlega tekið, spurði ég hvort ekki væri hægt að fá bara longdrinks glös og kom hann svo með þau og það náði ekki að fylla þau með dvergkaröflunni og pöntuðum við strax meira og hafa það í stórri karöflu.

Þeirra máti er að servera á borðið í 4 settum og er það bara ágætis tilbreyting frá röðunum, í fyrsta settinu kom:

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Marineruð síld, karrýsíld, jólasíld með púrtvíni, reyktur lax, graflax og fyllt egg með rækjum og graslauk

Síldin var algjört sælgæti, sama má segja með laxinn, en eina sem maður gat fundið að var að rækjurnar á egginu voru ólseigar og bragðlausar, heilt yfir frábært.

2 settið var:

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Djúpsteikt rauðspretta í raspi með heimalöguðu remúlaði og sítrónu og frikkadellur með kartöflusalati

Fiskurinn var alveg frábær og virkilega gaman að fá remúlaði með og það með bragði, en þeir vita sennilega ekki að þegar sagt er frikkadeller þá er átt við bollur lagaðar úr svínakjöti og stundum kálfakjöti, blandað saman við egg og rjóma, en hin síðari ár hefur sterkja bæst við, þetta eru fluffy bollur, léttar en ekki aðkeyptar bollur úr dökku kjöti sem hent er í djúpsteikingarpottinn og kom með harðri húð og hitinn svo svakalegur að ekki var hægt að borða þær, kartöflusalatið sem var með var lélegasta kartöflusalat sem ég hef smakkað.

Þá kom karaflan á borðið og við horfðum á hvorn annan, þessi var litlu stærri, en við vorum að gera okkur glaðan dag, þannig að við nenntum ekki að gera eitthvað vesen út af því.

3 settið var næst:

Auglýsingapláss
Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Andalæri confit með eplum og sveskjum, purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum, rauðkáli, agúrkusalati og danskri sky sósu (soðsósa)

Öndin var mögnuð, ég man ekki eftir að hafa fengið svo gott andalæri á Íslandi, purusteikin var af sama kaliber, stökk pura og lúnamjúkt kjöt og meðlætið var virkilega gott og smellpassaði saman með kjötinu, frábært.

4 settið og lokin var:

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Riz a la amande með kirsuberjasósu

Jólahlaðborð á Snaps bistro 2014

Konfektmolar

Grjónadessertinn var einn sá besti sem ég hef fengið síðan maður var að laga hann á Sögu í denn, alvöru kirsuberjasósa og konfektið þokkalegt.

Heilt yfir var maturinn afar góður, en þjónustan nær ekki að lifa upp í sama standard og eldhúsið, það ekki laust við að maður hafði á tilfinningunni að flestir þjónarnir væru á sínu fyrsta kvöldi.

Ef þeir geta lagað þjónustuna og gert hana markvissari væri spurning að finna sér íbúð í þingholtunum, því maturinn dregur að en þjónustan ýtir frá.

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið