Vertu memm

Uncategorized

Jóladagur Egils

Birting:

þann

Öldrykkja hefur fylgt jólahaldi frá örófi alda og það jólaöl sem Íslendingar þekkja í dag kom fram á sjónarsviðið árið 1917. 

Þá hóf Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðslu á Hvítöli.  Langar biðraðir mynduðust fyrir utan brugghús Ölgerðarinnar í desember, þar sem fólk beið fullt eftirvæntingar með fötur og brúsa undir Hvítölið.  Þá eins og nú eru engin jól án Hvítöls.
 
Til að endurvekja þessa stemmningu, sem mörgum er í fersku minni verður haldinn sannkallaður JÓLAdagur Egils í nóvember, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.  Dagurinn verður með hátíðlegum blæ og hugsaður með fjölskyldur í huga. Gestir geta drukkið Hvítöl eins og þá lystir, gengið um ölsuðuhús og fræðst um bjórgerð.  Þá verður komið fyrir sérstöku barnahorni, þar sem börnin geta litað jólalegar teikningar með þema dagsins, með litum, glimmeri og fleira. 

Í kútasal Ölgerðarinnar verður komið fyrir sviði til tónleikahalds, þar sem stefnt er að því að fá einhverja af vinsælustu poppurum Íslands til að leggja hönd á plóginn. 
 
En dagurinn er ekki haldinn eingöngu til að endurvekja stemningu heldur einnig til að safna fé til Mæðrastyrksnefndar.  Ölgerðin mun gefa allt það magn af Hvítöli sem selst þennan dag og rennur því söluverð óskipt til nefndarinnar.

Þú getur lesið nánar um dagskrána hér

Greint frá á heimasíðu Ölgerðarinnar

 

[email protected]

Auglýsingapláss

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið