Uncategorized
Jóladagur Egils
Öldrykkja hefur fylgt jólahaldi frá örófi alda og það jólaöl sem Íslendingar þekkja í dag kom fram á sjónarsviðið árið 1917.
Þá hóf Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðslu á Hvítöli. Langar biðraðir mynduðust fyrir utan brugghús Ölgerðarinnar í desember, þar sem fólk beið fullt eftirvæntingar með fötur og brúsa undir Hvítölið. Þá eins og nú eru engin jól án Hvítöls.
Til að endurvekja þessa stemmningu, sem mörgum er í fersku minni verður haldinn sannkallaður JÓLAdagur Egils í nóvember, þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagurinn verður með hátíðlegum blæ og hugsaður með fjölskyldur í huga. Gestir geta drukkið Hvítöl eins og þá lystir, gengið um ölsuðuhús og fræðst um bjórgerð. Þá verður komið fyrir sérstöku barnahorni, þar sem börnin geta litað jólalegar teikningar með þema dagsins, með litum, glimmeri og fleira.
Í kútasal Ölgerðarinnar verður komið fyrir sviði til tónleikahalds, þar sem stefnt er að því að fá einhverja af vinsælustu poppurum Íslands til að leggja hönd á plóginn.
En dagurinn er ekki haldinn eingöngu til að endurvekja stemningu heldur einnig til að safna fé til Mæðrastyrksnefndar. Ölgerðin mun gefa allt það magn af Hvítöli sem selst þennan dag og rennur því söluverð óskipt til nefndarinnar.
Þú getur lesið nánar um dagskrána hér
Greint frá á heimasíðu Ölgerðarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin