Uncategorized
Johnny Depp og uppáhalds vínin hans
Í viðtali við tímaritið Madame Figaro, upplýsir Johnny Depp að hans uppáhalds vín sé Château Calon-Ségur, þriðja yrkis vín frá Saint Estèphe í Frakklandi. Hann segir vínið vera undursamlegt, hægt að njóta þess á hverjum degi og það sé einnig á viðráðanlegu verði.
Leikarinn, sem nýlega vann sér inn litlar 18. milljónir evra fyrir hlutverk sitt í myndinni Charlie and the Chocolate Factory, segir einnig frá því í viðtalinu að vínsmekkur hans hafi færst yfir í dýrari vín. Hann segist líka kunna vel við Pétrus og Château Cheval-Blanc, og nefnir einnig Domaine de la Romanée-Conti sem eitt af sínu uppáhaldi frá Burgúnd. Þegar slík vín eru drukkin, nær maður algleymisástandi, segir hann jafnframt í viðtalinu.
Depp, býr með Frönsku söngkonunni Vanessu Paradís og dvelja þau að jafnaði helming ársins í Frakklandi. Hann er þekktur fyrir áhuga sinn á Frönskum vínum.
Heiðar Birnir Kristjánsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí