Vertu memm

Frétt

Joël Robuchon látinn

Birting:

þann

Joël RobuchonFranski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur, að því er fram kemur á ruv.is.

Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.

Robuchon hefur verið kallaður einn áhrifamesti maður í franskri matargerð í seinni tíð. Árið 1989 var hann útnefndur kokkur aldarinnar af frönsku veitingahúsahandbókinni Gault Millau, sem stendur næst Michelin-handbókinni að frægð og virðingu.

Mynd: joel-robuchon.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið