Frétt
Joël Robuchon látinn
Franski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur, að því er fram kemur á ruv.is.
Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.
Robuchon hefur verið kallaður einn áhrifamesti maður í franskri matargerð í seinni tíð. Árið 1989 var hann útnefndur kokkur aldarinnar af frönsku veitingahúsahandbókinni Gault Millau, sem stendur næst Michelin-handbókinni að frægð og virðingu.
Mynd: joel-robuchon.com

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics