Frétt
Joël Robuchon látinn
Franski kokkurinn Joël Robuchon er látinn, 73 ára að aldri, eftir langa baráttu við krabbamein. Robuchon var einn þekktasti kokkur heims. Hann rak 25 veitingastaði víða um heim, þar af eru sautján með Michelin-stjörnur, að því er fram kemur á ruv.is.
Staðirnir sautján eru samanlagt með 32 Michelin-stjörnur, sem er meira en nokkur annar kokkur getur státað af. Fimm af stöðum Robuchons eru með þrjár Michelin-stjörnur, sem er einhver mesta viðurkenning sem hægt er að hljóta í veitingageiranum.
Robuchon hefur verið kallaður einn áhrifamesti maður í franskri matargerð í seinni tíð. Árið 1989 var hann útnefndur kokkur aldarinnar af frönsku veitingahúsahandbókinni Gault Millau, sem stendur næst Michelin-handbókinni að frægð og virðingu.
Mynd: joel-robuchon.com
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup





