Frétt
Joe and the Juice hættir að nota plastglös, -rör og -lok á kaffibolla | Segja skilið við plast
Allir átta veitingastaðir Joe & the Juice á Íslandi munu hætta að nota plast frá og með 15. mars nk. og þess í stað nota umhverfisvænar umbúðir.
Öllum plastumbúðum verður skipt út, þ.e. djúsglösum, rörum og plastlokum á kaffibolla, og þess í stað notaðar umbúðir úr lífræna efninu PLA (polyactic acid) sem unnið er úr maíssterkju og er mjög líkt plasti í útliti.
Áætlað er að hver Íslendingur noti um 40 kg af plastumbúðum á ári en það tekur plast mörg hundruð ár að brotna niður í náttúrunni. Plast sem ekki er endurunnið endar yfirleitt í landfyllingum eða í sjó þar sem dýrum og öðrum lífverum stafar veruleg ógn af því. Ólíkt plastinu þá tekur það umbúðir úr hinu umhverfisvæna PLA efni aðeins 3-6 mánuði að brotna niður í náttúrunni. Þær breytast í mold og flokkast því með lífrænu sorpi. Þá er framleiðsluferli PLA einnig mun umhverfisvænna þar sem það kallar á allt að 65% minni orku en framleiðsla plasts.
Í fréttatilkynningu segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Juice:
„Þetta er stórt skref fyrir fyrirtækið. Plast hefur leikið stórt hlutverk í okkar daglega rekstri. Við vorum hluti af vandanum en nú ætlum við að verða hluti af lausninni. Við erum stolt af því að Joe and the Juice staðirnir á Íslandi eru þeir fyrstu í keðjunni sem segja skilið við plast. Við settum okkur ítarlega umhverfisstefnu en efst á blaði í henni var að gera staðina plastlausa.
Eftir að hafa fundið hentugan arftaka plastsins er þetta loksins orðið að veruleika og það er von okkar að fleiri veitingastaðir og fyrirtæki á Íslandi fylgi í kjölfarið. Fólk er orðið meðvitaðara um skaðsemi plasts og það þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að gæta umhverfisins. Við eigum enga aðra jörð ef þessi fyllist af plasti.“
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn