Vertu memm

Frétt

Joe and the Juice hættir að nota plastglös, -rör og -lok á kaffibolla | Segja skilið við plast

Birting:

þann

Joe & the Juice á Íslandi

Allir átta veitingastaðir Joe & the Juice á Íslandi munu hætta að nota plast frá og með 15. mars nk. og þess í stað nota umhverfisvænar umbúðir.

Öllum plastumbúðum verður skipt út, þ.e. djúsglösum, rörum og plastlokum á kaffibolla, og þess í stað notaðar umbúðir úr lífræna efninu PLA (polyactic acid) sem unnið er úr maíssterkju og er mjög líkt plasti í útliti.

Áætlað er að hver Íslendingur noti um 40 kg af plastumbúðum á ári en það tekur plast mörg hundruð ár að brotna niður í náttúrunni. Plast sem ekki er endurunnið endar yfirleitt í landfyllingum eða í sjó þar sem dýrum og öðrum lífverum stafar veruleg ógn af því. Ólíkt plastinu þá tekur það umbúðir úr hinu umhverfisvæna PLA efni aðeins 3-6 mánuði að brotna niður í náttúrunni. Þær breytast í mold og flokkast því með lífrænu sorpi. Þá er framleiðsluferli PLA einnig mun umhverfisvænna þar sem það kallar á allt að 65% minni orku en framleiðsla plasts.

Í fréttatilkynningu segir Daníel Kári Stefánsson, framkvæmdastjóri Joe & the Juice:

„Þetta er stórt skref fyrir fyrirtækið. Plast hefur leikið stórt hlutverk í okkar daglega rekstri. Við vorum hluti af vandanum en nú ætlum við að verða hluti af lausninni. Við erum stolt af því að Joe and the Juice staðirnir á Íslandi eru þeir fyrstu í keðjunni sem segja skilið við plast. Við settum okkur ítarlega umhverfisstefnu en efst á blaði í henni var að gera staðina plastlausa.

Eftir að hafa fundið hentugan arftaka plastsins er þetta loksins orðið að veruleika og það er von okkar að fleiri veitingastaðir og fyrirtæki á Íslandi fylgi í kjölfarið. Fólk er orðið meðvitaðara um skaðsemi plasts og það þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að gæta umhverfisins. Við eigum enga aðra jörð ef þessi fyllist af plasti.“

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið