Uncategorized
Jarðskjálftinn í Chile
Samkvæmt yfirlýsingunni hefur tekist að mestu leyti að staðfesta heildaráhrif jarðskjálftans á víniðnaðinn í landinu. Talið er að
heildartap af víni sé 125. milljónir lítra að andvirði 250 milljónum dala.
Þetta jafngildir 12.5% af heildarframleiðslu 2009.
Skemmdir á mannvirkjum eru mismunandi eftir framleiðendum en ekkert af víngörðum eða vínkjöllurum hafa skemmst svo vitað sé.
Skemmdir á áveitukerfum sem liggja út í garðana hafa enn ekki komið í ljós þar sem rafmagnslaust er á mörgum stöðum, átöppunarlínur virðast vera nokkuð heilar
á flestum stöðum.
Er það sameiginlegt mat framleiðandanna að allt verði komið í fyrra horf innan skamms og án meiriháttar vandræða. Uppskeran hófst hjá einhverjum framleiðendum nú í vikunni og eru fyrstu berin komin í hús.
Virðist því vera að tjónið sé minna en talið var í fyrstu og eru skilaboðin frá framleiðendunum þau að vinna sé hafinn við
að ná fyrra jafnvægi í víniðnaðinn í landinu svo heimsbyggðin geti haldið áfram að njóta allra þeirra góðu vína sem koma frá Chile.
V.S.Í/Brandur Sigfússon.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





