Sverrir Halldórsson
Japanskir dagar á Sushi Samba | Gestakokkur: Kazuhiro Okochi | Veitingarýni
Það var seinni hlutann í september sem okkur bauðst að koma á áðurnefndan stað og smakka á mat lagað af Kazhiro Okochi japönskum kokki sem rekur veitingastað í New York.
Um KAZ
Kaz er fæddur og uppalin í Nagoya, Japan. Hann hefur frá barnæsku elskað að elda og langaði aldrei um að gera neitt annað í lífinu en verða matreiðslumaður. Eftir að hafa klárað listnám í Oklahoma 1982 snéri hann aftur til Japans til að læra franska matargerð við Tsuji Culinary Institute, einn af fremstu matreiðsluskólum Japans. Eftir námið vatt hann kvæði sínu í kross og kláraði fimm ára nám í sushi og blöðrufiski (blowfisk) í Osaka.
Árið 1988 lét Kaz gamlan Ameríku draum rætast og flutti til Washington D.C. Þar byrjaði Kaz að þróa sinn eigin matreiðslustíl undir áhrifum frá mörgum af bestu matreiðslumönnum Evrópu og Bandaríkjana t.d. Jean-Lois Paladin, Michael Richard, Roberto Donna, Patrick O’Connell, Jose Andres og mörgum fleiri.
Árið 1999 opnaði hann KAZ sushi Bistro í miðbæ Washington, nálægt Hvíta húsinu, World bank og George Washington háskólanum. Staðurinn er einn af vinsælustu japönsku veitingahúsunum í Washington.
Með því að blanda saman alþjóðlegri tækni, bragði og framsetningu spegla réttir Kaz það fjölmenningar samfélag sem Washington er, en á sama tíma er hann trúr japönskum rótum sínum.
Það örlaði fyrir smá spenningi bæði að smakka mat hans og þá staðreynd að Sushi Samba er velheppnaður staður .
Áður en smakkið hófst kom hann og heilsaði upp á okkur og tókum við létt spjall og var virkilega gaman að kynnast hans sýn á matarveröldinni .
Svo hefst leiðangurinn:
Öfugt við evrópskan mat þá er próteinið í minnihluta í asískri matargerð sem bera að hafa í huga þegar matseðill er saminn, það sem er fremst er mest af svo framvegis, þarna var skotið illilega yfir markið, því í raun var þetta agúrkusalat með nokkrum þunnum sneiðum af krabbanum.
Mjög mildur og góður réttur.
Þessi réttur er úr eldhúsi móður hans og hefur heimilisblæ yfir sér, aftur var próteinið grín, er maður hafði stappað kartöflunum saman við soðið var þetta bara fyrirtaksréttur.
Vá loksins kom spennandi réttur og alveg þrælgóður.
Besta hörpuskel sem ég hef smakkað og heilt yfir var þetta mjög góður réttur.
Þetta er einn sá skrítnasti réttur sem ég hef smakkað og einhvernveginn langar mér ekki í hann aftur.
Öðruvísi, en hefði lagað sterkt grænt te og vætt kökuna vel til að bragðið af græna teinu hefði komið betur í gegn.
Þegar á heildina er litið var svolítill öldugangur í réttunum og stundum brosti maður og stundum var maður eitt spurningamerki, mér fannst eins og seðillinn (Sjá matseðil hér) hefði verið gerður í tímahraki og væri eiginlega verið að bjarga einhverju fyrir horn.
Þjónustan var mjög góð og manni leið vel inni en næst meiri undirbúning og skipulagningu öllum til heilla.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi