Áhugavert
„Jæja, þá er loksins komið að því..“ Kol opnar í dag
Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld
, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol.
KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40. Á matseðli KOL eru smáréttir í fingurfæðisformi en einnig forréttir eins og risotto með hörpuskel og andasalat með karamellu.
Miðpunktur eldhússins er kolaofninn, þar sem grillað verður nautalundir, rib-eye-steikur og lúxusborgara, ásamt því að bjóða upp á humar, risarækjur, ostrur, salöt og gott úrval fiskrétta og að sjálfsögðu eftirrétti og góðan vínseðil.
Mikill metnaður er lagður í góða drykki og verða t.a.m. tveir sérblandaðir kokteilar fáanlegir á krana, en það eru Red Monroe og Donkey sem að barþjónar Kol útbúa frá grunni, úr ferskum engifersafa, engiferbjór og vodka.
Að auki er boðið upp á kraftkokkteila úr hráefni sem útbúið er á staðnum, þ.e. ekki neitt með tilbúnu bragði eða litarefnum, allur ávaxtasafi er kreistur á staðnum, bjóða upp á sitt eigið síróp, leggja ferskar jurtir í lageringu í gini og pikkla trönuber í vínblómalíkjör svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum og undirbúningi fyrir opnun Kol.
Myndir: af facebook síðu Kol restaurant.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Okkar þjónusta, þín uppskera – myndir frá Ekrunni á Stóreldhúsasýningunni
-
Keppni4 dagar síðan
Ísland í 5. sæti á HM
-
Keppni3 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel heppnað Sumac PopUp á LYST á Akureyri – Reynir: Þetta gekk ótrúlega vel. Það var allt uppbókað og mjög góð sætanýting…. – Myndaveisla
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Lambasnitsel í raspi og margir girnilegir réttir á mánaðartilboði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla