Vertu memm

Áhugavert

„Jæja, þá er loksins komið að því..“ Kol opnar í dag

Birting:

þann

KOL - Veitingastaður

Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld

, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol.

KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40. Á matseðli KOL eru smáréttir í fingurfæðisformi en einnig forréttir eins og risotto með hörpuskel og andasalat með karamellu.

Kári yfirkokkur að bora upp barinn

Kári yfirkokkur að bora upp barinn

Miðpunktur eldhússins er kolaofninn, þar sem grillað verður nautalundir, rib-eye-steikur og lúxusborgara, ásamt því að bjóða upp á humar, risarækjur, ostrur, salöt og gott úrval fiskrétta og að sjálfsögðu eftirrétti og góðan vínseðil.

Ástríðu ávaxtamús, hvítsúkkulaðikrem, crumble og volg sítrónu möndlukaka

Ástríðu ávaxtamús, hvítsúkkulaðikrem, crumble og volg sítrónu möndlukaka

Mikill metnaður er lagður í góða drykki og verða t.a.m. tveir sérblandaðir kokteilar fáanlegir á krana, en það eru Red Monroe og Donkey sem að barþjónar Kol útbúa frá grunni, úr ferskum engifersafa, engiferbjór og vodka.

Að auki er boðið upp á kraftkokkteila úr hráefni sem útbúið er á staðnum, þ.e. ekki neitt með tilbúnu bragði eða litarefnum, allur ávaxtasafi er kreistur á staðnum, bjóða upp á sitt eigið síróp, leggja ferskar jurtir í lageringu í gini og pikkla trönuber í vínblómalíkjör svo fátt eitt sé nefnt.

Einar Hjaltason að steypa borðplötu

Einar Hjaltason að steypa borðplötu

Kokkarnir að undirbúa á fullu

Kokkarnir að undirbúa á fullu

Mai Thai á KOL

Mai Thai á KOL

Grillaður lax, humar bisque, vorlaukur, kjúklingabaunir, grilluð paprika

Grillaður lax, humar bisque, vorlaukur, kjúklingabaunir, grilluð paprika

Yfirkokkarnir Einar að undirbúa gólfið fyrir lit og lakk og Kári að passa að ryksugan fari ekkert

Yfirkokkarnir Einar að undirbúa gólfið fyrir lit og lakk og Kári að passa að ryksugan fari ekkert

 

Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum og undirbúningi fyrir opnun Kol.

Myndir: af facebook síðu Kol restaurant.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið