Áhugavert
„Jæja, þá er loksins komið að því..“ Kol opnar í dag
Jæja, þá er loksins komið að því, við opnum kl. 18 í kvöld
, segir í færslu á facebook síðu veitingastaðarins Kol.
KOL er nýr veitingastaður og bar á Skólavörðustíg 40. Á matseðli KOL eru smáréttir í fingurfæðisformi en einnig forréttir eins og risotto með hörpuskel og andasalat með karamellu.
Miðpunktur eldhússins er kolaofninn, þar sem grillað verður nautalundir, rib-eye-steikur og lúxusborgara, ásamt því að bjóða upp á humar, risarækjur, ostrur, salöt og gott úrval fiskrétta og að sjálfsögðu eftirrétti og góðan vínseðil.
Mikill metnaður er lagður í góða drykki og verða t.a.m. tveir sérblandaðir kokteilar fáanlegir á krana, en það eru Red Monroe og Donkey sem að barþjónar Kol útbúa frá grunni, úr ferskum engifersafa, engiferbjór og vodka.
Að auki er boðið upp á kraftkokkteila úr hráefni sem útbúið er á staðnum, þ.e. ekki neitt með tilbúnu bragði eða litarefnum, allur ávaxtasafi er kreistur á staðnum, bjóða upp á sitt eigið síróp, leggja ferskar jurtir í lageringu í gini og pikkla trönuber í vínblómalíkjör svo fátt eitt sé nefnt.
Meðfylgjandi myndir eru frá framkvæmdum og undirbúningi fyrir opnun Kol.
Myndir: af facebook síðu Kol restaurant.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?