Keppni
Ívar sigraði keppnina Markaðsneminn 2015
Nú á dögunum var haldin í annað sinn keppnin Markaðsneminn á vegum Fisk,- og Grillmarkaðarins (FM & GM). Það eru 26 nemar á samning á veitingastöðum FM & GM og fjölmargir matreiðslumenn, en þar á bæ er fólk meðvitað um að heilbrigð samkeppni er góð, enda hafa kokkarnir margra ára reynslu af keppnum og hafa m.a. verið meðlimir í Kokkalandsliðinu.

Matreiðslumenn FM & GM að undanskyldum Gústav sem er lengst til vinstri, en hann var bragðdómari í keppninni.
Alls tóku 14 matreiðslunemar þátt í keppninni.
Hráefnið sem nota átti var blómkál að lágmarki 20 % og gátu þá nemarnir ráðið hvort þeir gerðu forrétt, aðalrétt eða eftirrétt sem er mjög gott því þau eru komin mis langt í náminu.
Við fengum hann Gústav Axel Gunnlaugsson á Sjávargrillinu til að koma og vera bragðdómari ásamt mér og Axel Clausen og var þetta allt blindsmakk. Hann Kirill Dom Ter-Martirosov var búinn að halda utan um allt skipulag og uppskriftir sem átti að skila 4 dögum fyrir keppni og voru hann og Guðlaugur P. Frímannsson eldhúsdómarar. Allir matreiðslumenn beggja staðanna voru líka með mikilvæg verkefni á stóra deginum.
, sagði Hrefna Sætran í samtali við veitingageirinn.is aðspurð um keppnisfyrirkomulagið og bætti við:
Svo voru úrslitin tilkynnt á árshátíðinni okkar á mánudeginum s.l. og er keppnin klárlega komin til að vera, enda margir nemar á stöðunum og mikil stemming fyrir þessu hjá okkur. Vel staðið að þessu og virðing borin fyrir þessu.
Í þriðja sæti var Íris Jana Ásgeirsdóttir en hún er að læra á Grillmarkaðnum.
Í öðru sæti var Arnór Ingi Bjarkason, matreiðslunemi á Fiskmarkaðnum.
Sigurvegarinn var svo hann Ívar Guðmundsson en hann er á Grillmarkaðnum.
Skemmtilegt að segja frá því að í 2. og 3. sæti voru eftirréttir úr blómkáli.
Í verðlaun er farandbikar sem nafn sigurvegarans er grafið í og er bikarinn á staðnum sem neminn er að læra. Medalíur, lítill eignarbikar og fleiri verðlaun.
Frábært framtak hjá starfsfólki FM & GM og eiga þau hrós skilið fyrir þessa metnaðarfulla matreiðslukeppni.
Myndir: Björn Árnason

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni19 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?