Markaðurinn
Ítalskur meistari kennir pizzugerð á Korputorgi
Ertu pizzabakari eða rekur pizzastað? Þá er þetta viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara. Þann 9. september næstkomandi býður Ó.J&K – Ísam til námskeiðs í kennslueldhúsi á Korputorgi þar sem hinn ítalski pizzameistari Marco Greco leiðir fróðlega Masterclass sýningu.
Í samstarfi við Eurostar Foods UK og Grandi Molini Italiani verður gestum boðið að smakka alvöru ítalskar pizzur og súrdeigsflatbrauð beint frá Ítalíu.
„Smökkum og fræðumst hjá Marco Greco um pizzadeig, fátt betra en ekta ítölsk pizza,“
segir í tilkynningu frá Ó.J&K – Ísam.
Marco Greco heldur Masterclass námskeið víða um heim og nú gefst íslenskum pizzabökurum einstakt tækifæri til að kynnast aðferðum hans, læra af reynslu hans og smakka pizzur sem bakaðar eru með hágæða Grandi Molini hveiti.
Staðsetning og tími
Námskeiðið fer fram í kennslueldhúsi á Korputorgi, 2. hæð, þriðjudaginn 9. september 2025 frá klukkan 13 til 15:30.
Skráning
Skráning fer fram hjá sölumönnum Ó.J&K – Ísam:
Gunni bakari, netfang: [email protected], sími 8228815
Andri sölumaður, netfang: [email protected], sími 8228814
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn12 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






