Vín, drykkir og keppni
Ítalska vínbiblían komin út
Biblía áhugamanna um ítölsk vín er bókin Vini dItalia frá Gambero Rosso sem er útgáfa tengd Slow Food-samtökunum. Nýverið kom út bókin fyrir árið 2006 þar sem fjallað er um öll helstu vín Ítalíu. Birtur er listi yfir þau vín sem hljóta Tre bicchiere eða þrjú vínglös í einkunn hjá bókinni fyrir árið 2006.
Eins og venjulega er listinn langur og lengist enn og eru nú 246 vín á listanum sem fá þrjú vínglös en það er hæsta einkunn sem bókin gefur. Það svæði á Ítalíu sem oftast fær Tre bicchiere er Piedmonte með 56 vín og næst á eftir kemur Toscana með 42 vín, síðan Friuli með 26 vín og Veneto með 21 vín, önnur svæði minna. Vínsvæðin á Ítalíu eru samtals 20 og eru 17 af þeim með vín sem fá þrjú vínglös en þau svæði sem fengu ekki náð hjá Gambero Rosso eru Molise, Kalabría og Basilikata.
Slow Food-samtökin eru kunn meðal margra sælkera, en samtökin voru stofnuð árið 1986 á Ítalíu, er valinkunnum matmönnum þar í landi fór að ofbjóða innreið skyndibitamenningarinnar til landsins. Meginmarkmið Slow Food er að stuðla að og vernda bragðgæði og matarmenningu, hvar og hvernig sem þau birtast. Slow Food hefur að markmiði að miðla þekkingu og auka ánægju fólks af neyslu vandaðra matvæla, sporna gegn skyndibitamenningu sem ráðandi afls í matvælaframleiðslu.
Í gegnum verkefni sem Slow Food kallar Ark of Taste hafa samtökin beitt sér opinberlega og í gegnum grasrótina gegn útrýmingu ýmissa matvæla, dýrastofna, osta, skinku, villtra jurta og kryddtegunda, korns, ávaxta og svo má lengi telja, með það að markmiði að bæta bragðlauka almennings. Slow Food stendur auk þess fyrir ýmsum uppákomum víðs vegar um heim, formlegum og óformlegum, til þess að efla matarmenningu.
Orðrétt af vísir.is
Heiðar Birnir Kristjánsson
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni