Vertu memm

Bocuse d´Or

Ítalía sigraði Coupe du Monde de la Pâtisserie | Fjölmargar myndir af listaverkunum hér

Birting:

þann

Coupe du Monde de la Pâtisserie 2015

Ítölsku keppendurnir
f.h. Fabrizio Donatone, Francesco Boccia og Emmanuele Forcone

Ítalía sigraði Coupe du Monde de la Pâtisserie sem haldin var í 14. skipti á sýningunni Sirha sem Bocuse d´Or fer fram, en 21. lið tóku þátt í keppninni.  Hvert lið hannaði listaverk úr sykri og súkkulaði ásamt klakastyttu og höfðu keppendur 10 klukkustundir til að fullklára verkin.

Það var Ítalía sem sigraði keppnina, en liðið samanstendur af Emmanuele Forcone, Francesco Boccia og Fabrizio Donatone og að launum var bikar og rúmlega 3 milljónir króna í verðlaun.

Japan lent í öðru sæti þar sem keppendurnir Kazuhiro Nakayama, Junji Tokunaga og Shinichi Sugita fengu bikar og 1.8 milljón í verðlaun.

Í þriðja sæti lenti Bandaríkin og keppendur þar voru John Kraus, Joshua Johnson og Scott Green og að launum fengu þeir bikar og 900 þúsund í verðlaun.

Ítalía hefur verið mjög framanlega í þessari keppni en aðrar verðlaunir sem landið hefur fengið er tvö gull, þ.e. núna árið 2015 og svo árið 1997, tvær silfur medalíur árið 2011 og 2009 og þrjár brons medalíur, en keppnin er haldin annað hvert ár.

Næsta keppni verður 22. og 23. janúar árið 2017.  Meðfylgjandi myndir eru frá keppninni sem haldin var núna 25. – 26. janúar 2015.

 

 

Myndir: Sirha.com

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið