Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Issi opnar tvo matarbíla á Reykjanesinu
Issi kokkur, eða Jóhann Issi Hallgrímsson hefur opnað matarvagn í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Hjördísi Guðmundsdóttur.
Matarvagninn heitir Issi – Fish & Chips og er staðsettur við bryggjuna í Grindavík fyrir neðan Kvikuna.
Í boði er Fiskur og franskar (Fish & chips) og sjávarréttarsúpa að hætti Issa, en hún er borin fram með söltuðum þorskinnum og blönduðu grænmeti.
Allur fiskur rekjanlegur
Það eru ekki margir sem geta státað sig á því að bjóða upp á fisk sem rekjanlegur og gestir geta vitað hvar fiskurinn var veiddur. Issi og Hjördís leggja mikla áherslu á að vita hvar fiskurinn er veiddur sem þau bjóða upp á.
Opnunartími er frá kl. 11:30 til 20:00 alla daga. Nóg er um að vera og auglýsir Issi eftir áhugasömu fólk til starfa, en hægt er að hafa samband í gegnum facebook síðu matarbílsins Issi Fish & Chips eða á netfangið [email protected].
Issi kemur til með að opna annan matarbíl, en hann er kominn í skip og er á leiðinni til landsins og verður þá staðsettur á Fitjum í Reykjanesbæ.
Issi starfaði áður sem sölumaður hjá ÓJ og K , Sælkeradreifingu, en hann er lærður bæði sem framreiðslu-, og matreiðslumeistari. Issi lærði fræðin sín á Hótel loftleiðum og á Aski, útskrifaðist árið 1995 sem framreiðslumaður og sem matreiðslumaður árið 2006 og meistari árið 2010.
Til gamans má geta að afi Issa, hann Jón Kristjánsson var fyrstur manna á íslandi að opna slíkan stað, (þar til annað kemur í ljós). Staðsettur á Akureyri að Hafnarstræti 105, hét hann Matarkjallarinn. Því miður brann hann 1942, og hefur alltaf verið gert svolítið grín af þessu í fjölskyldunni hjá Issa því að Jón, var víst að fara skemmta sér með breskum hermönnum og það gleymdist að slökkva á pottinum.
Myndirnar tók Bjarni / Basi og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi