Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Issi opnar tvo matarbíla á Reykjanesinu

Birting:

þann

Issi – Fish & Chips

Veitingahjónin Jóhann Issi Hallgrímsson og Hjördís Guðmundsdóttir

Issi kokkur, eða Jóhann Issi Hallgrímsson hefur opnað matarvagn í Grindavík ásamt eiginkonu sinni Hjördísi Guðmundsdóttur.

Matarvagninn heitir Issi – Fish & Chips og er staðsettur við bryggjuna í Grindavík fyrir neðan Kvikuna.

Issi – Fish & Chips

Það er algeng sjón að sjá biðröð við matarbílinn

Í boði er Fiskur og franskar (Fish & chips) og sjávarréttarsúpa að hætti Issa, en hún er borin fram með söltuðum þorskinnum og blönduðu grænmeti.

Allur fiskur rekjanlegur

Það eru ekki margir sem geta státað sig á því að bjóða upp á fisk sem rekjanlegur og gestir geta vitað hvar fiskurinn var veiddur.  Issi og Hjördís leggja mikla áherslu á að vita hvar fiskurinn er veiddur sem þau bjóða upp á.

Issi – Fish & Chips

Grindjánar ánægðir með matarbílinn

Opnunartími er frá kl. 11:30 til 20:00 alla daga.  Nóg er um að vera og auglýsir Issi eftir áhugasömu fólk til starfa, en hægt er að hafa samband í gegnum facebook síðu matarbílsins Issi Fish & Chips eða á netfangið [email protected].

Issi kemur til með að opna annan matarbíl, en hann er kominn í skip og er á leiðinni til landsins og verður þá staðsettur á Fitjum í Reykjanesbæ.

Issi – Fish & Chips

Fiskurinn er einstaklega safaríkur og bragðgóður

Issi starfaði áður sem sölumaður hjá ÓJ og K , Sælkeradreifingu, en hann er lærður bæði sem framreiðslu-, og matreiðslumeistari.  Issi lærði fræðin sín á Hótel loftleiðum og á Aski, útskrifaðist árið 1995 sem framreiðslumaður og sem matreiðslumaður árið 2006 og meistari árið 2010.

Til gamans má geta að afi Issa, hann Jón Kristjánsson var fyrstur manna á íslandi að opna slíkan stað, (þar til annað kemur í ljós). Staðsettur á  Akureyri að Hafnarstræti 105, hét hann Matarkjallarinn. Því miður brann hann 1942, og hefur alltaf verið gert svolítið grín af þessu í fjölskyldunni hjá Issa því að Jón, var víst að fara skemmta sér með breskum hermönnum og það gleymdist að slökkva á pottinum.

Myndirnar tók Bjarni / Basi og eru þær birtar með góðfúslegu leyfi hans.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið