Markaðurinn
ISS og Radisson Blu Hótel Saga í samstarf
Radisson BLU Hótel Saga hefur ákveðið að semja við ISS um ræstingarþjónustu á öllum almennum rýmum hótelsins, sem eru um 5000 fermetrar.
Radisson BLU er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með yfir 50 ára sögu. Hótelið bíður upp á fjölbreytta þjónustu. Á hótelinu eru 209 herbergi og svítur, þrír glæsilegir veitingastaðir, vönduð funda- og ráðstefnuaðstaða og veislusalir.
Í hótelrekstri er ekkert mikilvægara en upplifun viðskiptavinarins á hótelinu og þeirri þjónustu sem hótelið veitir. ISS mun, með þjónustu sinni, hjálpa Hotel Radisson BLU að ná sínum markmiðum og um leið leitast við að verja virði vörumerkis hótelsins.
Á meðfylgjandi mynd eru Ísey Gréta Þorgrímsdóttir Operating Manager og Lilja Guðmundsdóttir Yfirþerna frá Radisson BLU Hótel Saga ásamt Guðmundi Guðmundssyni forstjóra ISS Ísland að undirrita samninginn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






