Markaðurinn
ISS og Radisson Blu Hótel Saga í samstarf
Radisson BLU Hótel Saga hefur ákveðið að semja við ISS um ræstingarþjónustu á öllum almennum rýmum hótelsins, sem eru um 5000 fermetrar.
Radisson BLU er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel með yfir 50 ára sögu. Hótelið bíður upp á fjölbreytta þjónustu. Á hótelinu eru 209 herbergi og svítur, þrír glæsilegir veitingastaðir, vönduð funda- og ráðstefnuaðstaða og veislusalir.
Í hótelrekstri er ekkert mikilvægara en upplifun viðskiptavinarins á hótelinu og þeirri þjónustu sem hótelið veitir. ISS mun, með þjónustu sinni, hjálpa Hotel Radisson BLU að ná sínum markmiðum og um leið leitast við að verja virði vörumerkis hótelsins.
Á meðfylgjandi mynd eru Ísey Gréta Þorgrímsdóttir Operating Manager og Lilja Guðmundsdóttir Yfirþerna frá Radisson BLU Hótel Saga ásamt Guðmundi Guðmundssyni forstjóra ISS Ísland að undirrita samninginn.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






