Uncategorized
Isole e Olena Chianti fær góða umsögn í Gestgjafanum
Enn á ný fær vín frá Isole e Olena góða umfjöllun í Gestgjafanum, fyrir skömmu var Cepparello 2001 valið jólavínið árið 2005 og núna í byrjun janúar fær Chianti Classico 2003 frá Isole e Olena frábæra dóma og er valið bestu kaupin í blaðinu.
Árið 2005 fékk þetta sama vín mjög góða umfjöllun hjá hinu virta víntímariti Decanter og hlaut 5 stjörnur af 5 mögulegum. Hér á eftir fer grein Þorra Hringsssonar um vínið.:
,,Þetta er framúrskarandi Chianti Classico, reyndar eitt af þeim bestu, og kemur frá Paolo de Marchi, töframanninum sem ætíð fer sínar eigin leiðir og hlustar frekar á röddina sem kemur innan frá heldur en að fylgja tískustraumum samtíðarinnar. Þetta vín er töluvert betra en árgangurinn 2002 hjá honum og hefur meðalþéttan, fjólurauðan lit. Það er rétt ríflega meðalopið í nefinu með spennandi ilm af þroskuðum þrúgum, svörtum kirsuberjum, sultuðum dökkum berjum, leðri og kakói. Í munni er það þétt og þurrt, í frábæru jafnvægi, með mikla lengd og fáguð tannín. Það er ungt og dæmigert og launar þeim þolinmæðina sem kaupir nokkrar flöskur núna og smakkar á innihaldinu næsta áratuginn. Þarna má finna glefsur af svörtum kirsuberjum, brómberjasultu, lakkrís og sveskjum. Verulega spennandi vín og glæsilegt sem fer sérlega vel með rauðu kjöti, villibráð og hörðum ostum.
Í reynslusölu vínbúðanna 1790 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið frá 2006-2013″.
Greint frá á heimasíðu Rolf Johansen & Company
Heimild Gestgjafinn
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni5 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa





