Uncategorized
Isole e Olena Chianti fær góða umsögn í Gestgjafanum
Enn á ný fær vín frá Isole e Olena góða umfjöllun í Gestgjafanum, fyrir skömmu var Cepparello 2001 valið jólavínið árið 2005 og núna í byrjun janúar fær Chianti Classico 2003 frá Isole e Olena frábæra dóma og er valið bestu kaupin í blaðinu.
Árið 2005 fékk þetta sama vín mjög góða umfjöllun hjá hinu virta víntímariti Decanter og hlaut 5 stjörnur af 5 mögulegum. Hér á eftir fer grein Þorra Hringsssonar um vínið.:
,,Þetta er framúrskarandi Chianti Classico, reyndar eitt af þeim bestu, og kemur frá Paolo de Marchi, töframanninum sem ætíð fer sínar eigin leiðir og hlustar frekar á röddina sem kemur innan frá heldur en að fylgja tískustraumum samtíðarinnar. Þetta vín er töluvert betra en árgangurinn 2002 hjá honum og hefur meðalþéttan, fjólurauðan lit. Það er rétt ríflega meðalopið í nefinu með spennandi ilm af þroskuðum þrúgum, svörtum kirsuberjum, sultuðum dökkum berjum, leðri og kakói. Í munni er það þétt og þurrt, í frábæru jafnvægi, með mikla lengd og fáguð tannín. Það er ungt og dæmigert og launar þeim þolinmæðina sem kaupir nokkrar flöskur núna og smakkar á innihaldinu næsta áratuginn. Þarna má finna glefsur af svörtum kirsuberjum, brómberjasultu, lakkrís og sveskjum. Verulega spennandi vín og glæsilegt sem fer sérlega vel með rauðu kjöti, villibráð og hörðum ostum.
Í reynslusölu vínbúðanna 1790 kr. Mjög góð kaup.
Hiti: 16-18°C. Geymsla: Drekkið frá 2006-2013″.
Greint frá á heimasíðu Rolf Johansen & Company
Heimild Gestgjafinn
Heiðar Birnir Kristjánsson
[email protected]
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun12 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla