Freisting
Íslenskur kokkur forseti Klúbbs Matreiðslumeistara í Noregi

Hafsteinn Sigurðsson matreiðslumeistari og eigandi veisluþjónustunnar Det lille Extra í Noregi var boðið að verða forseti Klúbbs Matreiðslumeistara í Drammen í Noregi, en hann hafði þá verið varaforseti í nokkur ár.
Fráfarandi forseti tók við þjálfun á ungliðalandsliði Noregs.
Eins og áður sagði, þá rekur Hafsteinn veisluþjónustuna Det lille Extra í Noregi ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu og hafa þau í sameiningu unnið hörðum höndum að því að byggja upp fyrirtækið við góðan orðstír og nú á dögunum byrjuðu þau að framleiða mat í búðir.
Í samstarfi við eina stærstu verslunakeðju í Noregi
Nú á dögunum náðust samningar á milli Det lille Extra og Norgesgruppen sem er ein stærsta verslunarkeðja í Noregi um að Det lille Extra framleiði í búðirnar hjá Norgesgruppen, en búðirnar eru um 22 talsins.
Hafsteinn og Guðrún buðust til að vera með kynningu á vörum sínum í sérsöku partý sem haldið var á vegum Norgesgruppen uppi á þaki á stærstu verslunarmiðstöð Noregs og komu um 1000 manns í boðið. Daginn eftir sáu þau svo um VIP kvöld ásamt öðrum heildsölum og komu hvorki meira né minna en 15 þúsund manns og þess má geta að öllum heildsölum var ekki boðið að taka þátt.
Smellið hér til að skoða vörur úr framleiðslu Det lille Extra
Fjölskyldan stækkar
Hafsteinn og Guðrún sitja ekki auðum höndum í Noregi. Þau eru með stóra fjölskyldu og í fyrra eignuðust þau tvíbura og nú eiga þau 5 börn.
Freisting.is óskar þeim hjónum innilega til hamingju með tvíburana og fyrirtækið og óskar þeim velfarnaðar um ókomin ár.
Heimasíða Det lille Extra: www.detlilleextra.no
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta7 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Markaðurinn2 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu





