Frétt
Íslenskum matarhefðum hampað
Slow Food-hreyfingin heldur mikla matarhátíð sem heitir Salone del Gusto & Terra Madre í Tórínó annað hvert ár og slík hátíð verður einmitt haldin í september næstkomandi. Eins og fram hefur komið þá var Terra Madre hátíð í fyrsta skipti haldin á Norðurlöndum, nánar tiltekið í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni Terra Madre Nordic, þar sem Íslendingar létu að sér kveða.
Dominique Plédel Jónsson, formaður Reykjavíkurdeildar Slow Food, segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel og eiginlega framar vonum því mikið var um að vera í Kaupmannahöfn þessa helgi.
„Aðsókn var mjög góð og gestir komu víða að þannig að alþjóðlegur bragur var á hátíðinni. Norðurlandanágrannar voru áberandi og margir Ítalir voru að sjálfsögðu mættir. Þá fjölmenntu Íslendingar sem eru búsettir í Danmörku, höfðu mjög gaman af og birgðu sig vel upp. Að auki komu um 30–35 manns frá Íslandi sérstaklega til að fara á hátíðina. Almennt má segja að góð sala hafi verið í íslensku sölubásunum,“
segir Dominique í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um hátíðina hér á bls. 22.
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt3 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Áramótabomba Churchill