Frétt
Íslenskum matarhefðum hampað

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistarar voru með fyrirlestur á hátíðinni
Slow Food-hreyfingin heldur mikla matarhátíð sem heitir Salone del Gusto & Terra Madre í Tórínó annað hvert ár og slík hátíð verður einmitt haldin í september næstkomandi. Eins og fram hefur komið þá var Terra Madre hátíð í fyrsta skipti haldin á Norðurlöndum, nánar tiltekið í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni Terra Madre Nordic, þar sem Íslendingar létu að sér kveða.
Dominique Plédel Jónsson, formaður Reykjavíkurdeildar Slow Food, segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel og eiginlega framar vonum því mikið var um að vera í Kaupmannahöfn þessa helgi.
„Aðsókn var mjög góð og gestir komu víða að þannig að alþjóðlegur bragur var á hátíðinni. Norðurlandanágrannar voru áberandi og margir Ítalir voru að sjálfsögðu mættir. Þá fjölmenntu Íslendingar sem eru búsettir í Danmörku, höfðu mjög gaman af og birgðu sig vel upp. Að auki komu um 30–35 manns frá Íslandi sérstaklega til að fara á hátíðina. Almennt má segja að góð sala hafi verið í íslensku sölubásunum,“
segir Dominique í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um hátíðina hér á bls. 22.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum