Frétt
Íslenskum matarhefðum hampað

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir og Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistarar voru með fyrirlestur á hátíðinni
Slow Food-hreyfingin heldur mikla matarhátíð sem heitir Salone del Gusto & Terra Madre í Tórínó annað hvert ár og slík hátíð verður einmitt haldin í september næstkomandi. Eins og fram hefur komið þá var Terra Madre hátíð í fyrsta skipti haldin á Norðurlöndum, nánar tiltekið í Kaupmannahöfn undir yfirskriftinni Terra Madre Nordic, þar sem Íslendingar létu að sér kveða.
Dominique Plédel Jónsson, formaður Reykjavíkurdeildar Slow Food, segir að hátíðin hafi heppnast mjög vel og eiginlega framar vonum því mikið var um að vera í Kaupmannahöfn þessa helgi.
„Aðsókn var mjög góð og gestir komu víða að þannig að alþjóðlegur bragur var á hátíðinni. Norðurlandanágrannar voru áberandi og margir Ítalir voru að sjálfsögðu mættir. Þá fjölmenntu Íslendingar sem eru búsettir í Danmörku, höfðu mjög gaman af og birgðu sig vel upp. Að auki komu um 30–35 manns frá Íslandi sérstaklega til að fara á hátíðina. Almennt má segja að góð sala hafi verið í íslensku sölubásunum,“
segir Dominique í samtali við Bændablaðið sem fjallar nánar um hátíðina
hér á bls. 22.
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir














