Freisting
Íslenskir sauða- og geitabrieostar vinsælir
Nú er hafin framleiðsla á íslenskum sauða- og geitabrieostum, nýjung á innlendum ostamarkaði.
Framleiðslan á þessum ostum er afrakstur samstarfsverkefnis Búnaðarsamtaka Vesturlands, Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Mjólkursamlagsins í Búðardal, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís sem staðið hefur síðan 2004.
Nokkrir sauðfjárbændur og m.a. Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu hafa tekið þátt í verkefninu og hefur mjólkurmagnið verið að aukast ár frá ári. Árið 2004 söfnuðust rúmir 100 lítrar af sauðamjólk og 75 lítrar af geitamjólk en á síðasta ári söfnuðust 1127 lítrar af sauðamjólk og 1530 lítrar af geitamjólk. Bændur hafa verið að ná sífellt betri árangri í mjöltum og náði Háafellsbúið að framleiða 879 lítra mjólkur sem er meirihlutinn af þeirri mjólk sem var framleidd árið 2006.
Í ár verða framleiddir hreinir sauðaostar, blandaðir sauðaostar og hreinir geitaostar. Sauða- og geitamjólk er afurð sem hefur allt aðra efnasamsetningu en kúamjólk og er því í sumum tilfellum hentugri fyrir neytendur. Því getur þessi nýjung á markaði opnað nýja möguleika fyrir þá neytendur sem ekki þola afurðir úr kúamjólk og að sama skapi opnað ný tækifæri fyrir bændur í framleiðslu nýrra landbúnaðarvara.
Greint frá á vesturlandsvefnum Skessuhorn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla