Freisting
Íslenskir sauða- og geitabrieostar vinsælir
Nú er hafin framleiðsla á íslenskum sauða- og geitabrieostum, nýjung á innlendum ostamarkaði.
Framleiðslan á þessum ostum er afrakstur samstarfsverkefnis Búnaðarsamtaka Vesturlands, Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Mjólkursamlagsins í Búðardal, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís sem staðið hefur síðan 2004.
Nokkrir sauðfjárbændur og m.a. Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu hafa tekið þátt í verkefninu og hefur mjólkurmagnið verið að aukast ár frá ári. Árið 2004 söfnuðust rúmir 100 lítrar af sauðamjólk og 75 lítrar af geitamjólk en á síðasta ári söfnuðust 1127 lítrar af sauðamjólk og 1530 lítrar af geitamjólk. Bændur hafa verið að ná sífellt betri árangri í mjöltum og náði Háafellsbúið að framleiða 879 lítra mjólkur sem er meirihlutinn af þeirri mjólk sem var framleidd árið 2006.
Í ár verða framleiddir hreinir sauðaostar, blandaðir sauðaostar og hreinir geitaostar. Sauða- og geitamjólk er afurð sem hefur allt aðra efnasamsetningu en kúamjólk og er því í sumum tilfellum hentugri fyrir neytendur. Því getur þessi nýjung á markaði opnað nýja möguleika fyrir þá neytendur sem ekki þola afurðir úr kúamjólk og að sama skapi opnað ný tækifæri fyrir bændur í framleiðslu nýrra landbúnaðarvara.
Greint frá á vesturlandsvefnum Skessuhorn
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala