Vertu memm

Freisting

Íslenskir sauða- og geitabrieostar vinsælir

Birting:

þann

Nú er hafin framleiðsla á íslenskum sauða- og geitabrieostum, nýjung á innlendum ostamarkaði.

Framleiðslan á þessum ostum er afrakstur samstarfsverkefnis Búnaðarsamtaka Vesturlands, Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Mjólkursamlagsins í Búðardal, Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís sem staðið hefur síðan 2004.

Nokkrir sauðfjárbændur og m.a. Jóhanna Þorvaldsdóttir, geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu hafa tekið þátt í verkefninu og hefur mjólkurmagnið verið að aukast ár frá ári. Árið 2004 söfnuðust rúmir 100 lítrar af sauðamjólk og 75 lítrar af geitamjólk en á síðasta ári söfnuðust 1127 lítrar af sauðamjólk og 1530 lítrar af geitamjólk. Bændur hafa verið að ná sífellt betri árangri í mjöltum og náði Háafellsbúið að framleiða 879 lítra mjólkur sem er meirihlutinn af þeirri mjólk sem var framleidd árið 2006.
 
Í ár verða framleiddir hreinir sauðaostar, blandaðir sauðaostar og hreinir geitaostar. Sauða- og geitamjólk er afurð sem hefur allt aðra efnasamsetningu en kúamjólk og er því í sumum tilfellum hentugri fyrir neytendur. Því getur þessi nýjung á markaði opnað nýja möguleika fyrir þá neytendur sem ekki þola afurðir úr kúamjólk og að sama skapi opnað ný tækifæri fyrir bændur í framleiðslu nýrra landbúnaðarvara.

Greint frá á vesturlandsvefnum Skessuhorn

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið