Vertu memm

Markaðurinn

Íslenskir fagmenn á Barry Callebaut námskeiði Kaupmannahöfn – Myndaveisla

Birting:

þann

Íslenskir fagmenn á Barry Callebaut námskeiði Kaupmannahöfn - Myndaveisla

Stóreldhúsdeild OJK-ISAM og Barry Callebaut héldu námskeið í Hotel og Restaurantskolen í Kaupmannahöfn dagana 28. – 30. nóvember.

Kent Vendelbo Madsen Pastry Chef hjá Callebaut Nordic var kennari á þessu flotta námskeiði fyrir nokkra af okkar færasta fagmönnum á Íslandi.

Á námskeiðinu var farið yfir helstu nýjunga og tækni í súkkulaðiheiminum. Okkar fólk kom til baka reynslunni ríkari með fullt farteski af nýjungum og uppskriftum.

Eftir námskeið var haldið í flottustu Conditori og bakarí Danmerkur en þar má kannski helst nefna Conditori La Glace sem var stofnað 1870.

Vel var tekið á móti Íslenska hópnum af Lars Juul Head baker/Confectioner. Hópurinn fékk að fara á allar hæðir í vinnslunni, spjalla við starfsfólk og ræða um þeirra vörur og hráefni.

Lars Juul fór svo yfir sögu bakarísins og bauð hópnum í kaffi í betri stofunni á La Glace.

Við viljum þakka eftirfarandi aðilum fyrir samveruna og ógleymanlegum dögum í Kaupmannahöfn:

  • Nýja Kökuhúsið
  • Gulla Arnar
  • Mosfellsbakarí
  • Sandholt
  • Mika
  • Monkeys

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið