Keppni
Íslenskir barþjónar láta til sín taka á alþjóðavettvangi – Myndir

Alexander Josef Alvarado að störfum á barnum, þar sem hann sýnir nákvæmni og stíl í blöndun kokteila.
Alexander Josef Alvarado og Helgi Aron eru nýkomnir heim frá Chile þar sem þeir tóku þátt í Pan American Cocktail Championship. Alexander stóð sig afar vel og endaði í 5. sæti af 37 keppendum, en hann keppti í „After Dinner“ flokki með drykkinn Golden Rush. Helgi Aron sýndi einnig frábæra frammistöðu í keppninni og vakti verðskuldaða athygli.

Alexander Josef Alvarado og Helgi Aron í Chile, þar sem þeir tóku þátt í Pan American Cocktail Championship og kynntu Ísland með stolti.
Fram undan eru þó enn stærri verkefni fyrir íslenska barþjóna á þessu keppnistímabili. Pétur Hafsteinn Kolka Úlfsson á OTO undirbýr nú Evrópumeistaramótið í kokteilagerð þar sem hann mætir með drykk sinn Vita Agrodolce. Það mót verður haldið á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafinu í lok október.
Í nóvember tekur Róbert Aron Vídó Proppé svo þátt í heimsmeistaramótinu í kokteilagerð sem fram fer í Cartagena í Kólumbíu. Þar mun hann keppa undir merkjum DRYKK og gera atlögu að heimsmeistaratitlinum.
Ljóst er að spennandi tímar eru framundan fyrir íslenskan barþjónaiðnað og mikill kraftur í okkar fremstu fulltrúum á alþjóðlegum vettvangi.
Myndir: aðsendar / bar.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús







