Keppni
Íslenskir barþjónar láta til sín taka á alþjóðavettvangi – Myndir

Alexander Josef Alvarado að störfum á barnum, þar sem hann sýnir nákvæmni og stíl í blöndun kokteila.
Alexander Josef Alvarado og Helgi Aron eru nýkomnir heim frá Chile þar sem þeir tóku þátt í Pan American Cocktail Championship. Alexander stóð sig afar vel og endaði í 5. sæti af 37 keppendum, en hann keppti í „After Dinner“ flokki með drykkinn Golden Rush. Helgi Aron sýndi einnig frábæra frammistöðu í keppninni og vakti verðskuldaða athygli.

Alexander Josef Alvarado og Helgi Aron í Chile, þar sem þeir tóku þátt í Pan American Cocktail Championship og kynntu Ísland með stolti.
Fram undan eru þó enn stærri verkefni fyrir íslenska barþjóna á þessu keppnistímabili. Pétur Hafsteinn Kolka Úlfsson á OTO undirbýr nú Evrópumeistaramótið í kokteilagerð þar sem hann mætir með drykk sinn Vita Agrodolce. Það mót verður haldið á skemmtiferðaskipi á Miðjarðarhafinu í lok október.
Í nóvember tekur Róbert Aron Vídó Proppé svo þátt í heimsmeistaramótinu í kokteilagerð sem fram fer í Cartagena í Kólumbíu. Þar mun hann keppa undir merkjum DRYKK og gera atlögu að heimsmeistaratitlinum.
Ljóst er að spennandi tímar eru framundan fyrir íslenskan barþjónaiðnað og mikill kraftur í okkar fremstu fulltrúum á alþjóðlegum vettvangi.
Myndir: aðsendar / bar.is
-
Bocuse d´Or20 klukkustundir síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanGunnar Karl Gíslason: „Við þurfum fyrst og fremst að halda lífi í veitingastöðunum“
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÁtta rétta jólaplatti í Vínstofu Friðheima – Íslenskar hefðir í nýjum búningi
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin







