Vertu memm

Freisting

Íslenska skyrið frá Q – mjólkurbúinu í Noregi kosið nýjung ársins 2009

Birting:

þann

Stærsta verslunarkeðjan í Noregi „Norgesgruppen“ hefur kosið skyrið frá Q-mjólkurbúinu nýjung ársins 2009.

Samstarfsaðili Mjólkursamsölunnar í Noregi Q-mjólkurbúið tók við viðurkenningunni en á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri talið; Bent Myrdahl framkvæmdastjóri Q – mjólkurbúsins, ásamt markaðsstjóra þess og framkvæmdastjóri verslunarskeðjunnar.

Undanfarið ár hefur Q mjólkurbúið þegar fengið margs konar viðurkenningar á norska markaðnum fyrir skyrið.

Q mjólkurbúið hefur heldur betur náð árangri með skyrið á norska markaðnum og í gær settu þeir á markað þrjár nýjar bragðtegundir.

Q-meieriene sem eru í eigu Kavli í Noregi hófu fram¬leiðslu og sölu á skyri í Noregi í sam¬starfi við Mjólkur¬samsölunu í ágúst 2009. Skyrið er selt í fjórum helstu stórmarkaðskeðjum Noregs. Framleiðslutæknin eru sú sama og hjá MS en sérfræðingar frá MS Selfossi voru til aðstoðar við upphaf framleiðslunnar, segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni.

/smári

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið