Freisting
Íslenska skyrið frá Q mjólkurbúinu í Noregi kosið nýjung ársins 2009
Stærsta verslunarkeðjan í Noregi Norgesgruppen hefur kosið skyrið frá Q-mjólkurbúinu nýjung ársins 2009.
Samstarfsaðili Mjólkursamsölunnar í Noregi Q-mjólkurbúið tók við viðurkenningunni en á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri talið; Bent Myrdahl framkvæmdastjóri Q mjólkurbúsins, ásamt markaðsstjóra þess og framkvæmdastjóri verslunarskeðjunnar.
Undanfarið ár hefur Q mjólkurbúið þegar fengið margs konar viðurkenningar á norska markaðnum fyrir skyrið.
Q mjólkurbúið hefur heldur betur náð árangri með skyrið á norska markaðnum og í gær settu þeir á markað þrjár nýjar bragðtegundir.
Q-meieriene sem eru í eigu Kavli í Noregi hófu fram¬leiðslu og sölu á skyri í Noregi í sam¬starfi við Mjólkur¬samsölunu í ágúst 2009. Skyrið er selt í fjórum helstu stórmarkaðskeðjum Noregs. Framleiðslutæknin eru sú sama og hjá MS en sérfræðingar frá MS Selfossi voru til aðstoðar við upphaf framleiðslunnar, segir í fréttatilkynningu frá Mjólkursamsölunni.

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025