Markaðurinn
Íslenska hráefnið á veitingahúsum styrkir greinina – Íslenskt lambakjöt verður bara betra og vinsælla!
Markaðsverkefnið Íslenskt lambakjöt Icelandic Lamb fagnar 5 ára afmæli um áramót. Á þessum tíma hefur mikilli vinnu verið varið í farsælt samstarf með veitingahúsum. Með þá einföldu sýn að það sé beggja hagur að íslenskt lamb, sem og önnur íslensk hráefni séu í boði hjá þeim sem þjónusta erlenda gesti okkar og íslenska neytendur.
Það er flestum augljóst að hráefni úr nærumhverfinu er vænlegra til að vekja áhuga ferðamanna, hvar í heiminum sem þeir setjast niður á veitingahúsi. Við borðum þess vegna paellu í heimsóknum til Valencia, bratwurst í Þýskalandi og skolum niður með viðeigandi drykkjum.
Matur er menning og frambærileg veitingahús um leið menningarhús sem hafa sögur að segja. Ef vel tekst til, eykur það virði þjónustunnar og styrkir reksturinn. Við megum líka vera stolt af því sem við eigum, pössum að hlúa að, og þróa íslenska matarmenningu áfram með því að nota og leita uppi íslenskrar vörur og leita innblásturs í nútímarétti úr hefðunum sem við ein eigum. Svo ég jarmi ekki bara um lamb, þá er t.d. betri saga og virði fyrir gestinn fólgin í því að tala upp villtan íslenskan þorsk og gróðurhúsagrænmetið sem erlendum gestum finnst áhugavert.
En aftur að lambinu sem á sér fastan sess í jólahaldi og á aðventunni, bændur vinna stöðugt að bættum gæðum lamba eftir evrópska kjötflokkunarkerfinu. Eru að ósk neytenda búnir að auka hlutfall vöðva á móti fitu gríðarlega á síðustu árum, sem þýðir meiri gæði og betri nýtingu. Kjötmagn lambakjöts á hverja kind hefur hækkað um 25% á síðustu árum, er hæst á Íslandi í allri Evrópu, 30% hærra en hjá þeim sem verma annað sætið. Nútíminn er löngu mættur í sveitina og öll ljós eru svo sannarlega kveikt í framþróun lambakjötsins.
Ögn um ferðamannapúls Gallup frá júlí sl. þar sem var spurt um neyslu á íslensku kjöti, fiski og mjólkurvörum. Langflestir, 67,5% sögðust hafa borðað íslenskt lamb, í 2.-4. sæti voru þorskur, skyr og lax mjög jöfn í u.þ.b. 60%. Allar þessar afurðir má flokka sem íslensk háenda hráefni, áhugavert að neysla á þeim öllum mældist u.þ.b. 10% hærri en var fyrir Covid. Bendir eindregið til breyttrar neysluhegðunar. Þekking ferðamanna á merki Icelandic Lamb eykur einnig líkur á neyslu lambs um 23%. Á árunum 2017-2019 var lamb alltaf hæst í sömu könnunum, og neysla hópsins jókst um 5% á þeim tíma. Eru íslenskt lambakjöt og aðrar íslenskar afurðir ekki örugglega á matseðli í þínu menningarhúsi?
Njótið aðventunnar með ósk um góða aðsókn og viðskipti í jólatörninni.
Höfundur er Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri Icelandic Lamb & matreiðslumeistari
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni4 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin