Freisting
Íslendingur vinnur kökukeppni í Danaveldi
Rafn Heiðar Ingólfsson með vinningskökuna
Tilefnið var hátíð sem nefnist Open by Night í Hobro hinu danska, áðurnefnd keppni var haldin af Sparekassen sem innlegg í hátíðina.
Dómarar voru 4 með borgarstjórann H, C Marup i Marieagerfjord Kommune og einnig fyrrverandi borgarstjóra Jörgen Pontoppidan i Hobro Kommune sem og faglegir dómarar, Karen Vognsgard Theater restaurant og fyrrverandi bakarameistari í Kvickly Hobro Flemming Andersen.
Frá verðlaunaafhendingunni
Skilað var inn 41 köku í keppnina, þannig að það var ærin vinna hjá dómnefndinni að velja úr hvaða kaka skyldi vinna, dæmt skyldi bæði frá útliti og bragði, en að lokum var niðurstaða fengin og hljóðaði hún svo:
Sigurvegari var Rafn Heiðar Ingólfsson yfirmatreiðslumaður á Hótel Kronjylland i Randers www.clarionhotel.com
Í öðru sæti var Lena Andersen Hobro
Í þriðja sæti Sonja Jensen Hobro
Alltaf er það ánægjuleg tíðindi er landinn gerir góða hluti og verður það að teljast frábær árangur að vinna Danina í svona kökukeppni eins miklir sælkerar sem þeir eru.
Hótel Kronjylland
Við á Freisting.is óskum Rafni Heiðar til hamingju með árangurinn og vonum að hann eigi eftir að gera sig enn merkjanlegri í heimalandi kökunnar.
Myndir frá Facebook síðu Rafn Heiðars og ihobro.dk
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Veitingastaðnum Nebraska lokað
-
Keppni5 dagar síðan
Klúbbur matreiðslumeistara kynnir nýtt Kokkalandslið
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Umsókn um nám í framreiðslu, kjötiðn, matartækni og matreiðslu á vorönn 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðarstemmning hjá Innnes á Stóreldhúsinu – Myndaveisla
-
Keppni1 dagur síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Dóra Svavars endurkjörinn formaður Slow Food – Dóra: Slow Food samtökin sinna hagsmunagæslu allrar matvælakeðjunnar….