Keppni
Íslandsmeistaramót vínþjóna verður haldið 25. febrúar
Aðalfundur Vínþjónasamtaka Íslands var haldinn á veitingastaðnum Brass, fimmtaginn, 28. janúar síðastliðinn.
Helstu atriði fundarins voru eftirfarandi:
Heimasíða Vínþjónasamtakanna er í vinnslu og mun stjórnin senda út tilkynningu þegar hún er aðgengileg.
Nýir meðlimir geta skráð sig í Vínþjónasamtökin með því að senda fullt nafn og kennitölu í tölvupóst á [email protected]
Árgjald Vínþjónasamtakanna er 4.800.-
Innifalið í gjaldinu eru 3 vínsmökk á ári þar sem farið verður ítarlega í tæknina á bak við blindsmakk. Einnig fá meðlimir 50% afslátt af árskorti á SommNinja appinu hér.
Íslandsmeistaramót vínþjóna
Íslandsmeistaramót vínþjóna fer fram fyrir luktum dyrum, fimmtudaginn 25. febrúar.
Keppt verður í blindsmakki, verklegum vinnubrögðum (meðhöndlun á vörum), vín og matarpörun ásamt bóklegri kunnáttu.
Keppnin mun fara fram alfarið á ensku þar sem sigurvegari mun vera fulltrúi Íslands í alþjóðlegum keppnum.
Fyrir þá sem lenda í efstu þremur sætunum munu Vínþjónasamtökin bjóða allt að 30 tímum í keppnisundirbúning sem fellst í aðstoð við, bóklegan lærdóm, blindsmökk, verkleg vinnubrög.
Nýkrýndur Íslandsmeistari mun hljóta styrk frá Vínþjónasamtökunum uppá 250.000 til að nýta í áframhaldandi menntun á vegum WSET eða CMS /ASI.
Sérstakur kynningarfundur fyrir keppnina verður haldinn föstudaginn 19. febrúar, kl. 11:30 á Brass Kitchen & Bar. Fundurinn er opinn öllum og allar spurningar eru velkomnar.
Áhugasamir geta skráð sig til keppnis á [email protected]
Síðasti dagur skráningar er föstudagurinn 19. febrúar.
Norðurlandamót vínþjóna 2021 fer fram á Íslandi dagana 24.-26. september. Nánari upplýsingar varðandi keppnina verða gefin út síðar.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Alba E. H. Hough
Forseti – Vínþjónasamtök Íslands
[email protected]
Próf – vínfræði?
Fyrir þá sem vilja, þá fylgir með hluti af 10 ára gömlu prófi frá keppninni: Vínþjónn ársins.
Mynd: úr safni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt9 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024