Nemendur & nemakeppni
Ísland komst ekki í verðlaunasæti – Danmörk tvöfaldur sigurvegari

Síðustu tveir dagar hafa verið býsna strembnir hjá íslenska liðinu.
F.v. Karl Óskar Smárason, Arnar Ingi Gunnarsson, Jón Bjarni Óskarsson og Alfreð Ingvar Gústafsson.
Í gær og í dag fór fram Norræna nemakeppnin í Þrándheimi í Noregi, mjög skemmtileg og jöfn keppni. Fyrir hönd Ísland kepptu í framreiðslu þeir Jón Bjarni Óskarsson nemi á Natura og Alfreð Ingvar Gústafsson nemi í Keiluhöllinni og í matreiðslu þeir Karl Óskar Smárason nemi á Hilton VOX og Arnar Ingi Gunnarsson nemi á Reykjavík Hótel Marína.
Þjálfarar eru þeir Hallgrímur Sæmundsson framreiðslumaður og Sigurður Daði Friðriksson matreiðslumaður.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Í framreiðslu:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – Svíþjóð
4-5 sæti: Ísland og Finnland
Í matreiðslu:
1. sæti – Danmörk
2. sæti – Svíþjóð
3. sæti – Noregur
4-5 sæti: Ísland og Finnland
Föstudagurinn 17. apríl 2015
Fyrri keppnisdagur fór þannig fram að framreiðslunemar lögðu á þriggja manna borð ásamt því að framreiða tveggja rétta kvöldverð sem að matreiðslunemarnir höfðu tekið nokkrar æfingar hér á Íslandi. Í tveggja rétta kvöldverðinum var boðið upp á kálfakjöt „Cordon Bleu“, með Hasselback kartöflum, bakaðri gulrót, pikkluðum lauk, fylltu blómkáli og grænertumauki. Í eftirrétt var Appelsínu súkkulaðimús með epla krapís, smjörköku, hindberja sósu og appelsínulaufi.
Laugardagurinn 18. apríl 2015
Seinni keppnisdagur var allt á huldu þar sem nemendur fengu að vita samdægurs hvaða hráefni ætti að nota og útbúa matseðil samkvæmt því.
Í framreiðslunni settu þeir Jón Bjarni og Alfreð Ingvar upp hátíðarborð fyrir sex gesti og framreiddu fimm rétti, völdu vín með matseðlinum, blönduðu drykki og blindsmökkuðu sex vín. Kepptu á barnum og eins í vínþekkingu.
Matreiðslunemarnir Karl Óskar og Arnar Ingi buðu upp á eftirfarandi matseðil;
Forréttur:
Steiktur humar með fenníku og kræklingasósu, fenníku „parasienne, bakaða gulrót og blaðlauk.
Milliréttur:
Nautakjötseyði „Royal“, með nautakjöti, stökkum brauðteningum og kryddjurtir.
Aðalréttur:
Medalíu hjartarkjöt með steiktum sveppum, laukmauki, fylltum kartöflum, rósakál og nautagljáa með beikoni.
Ostar:
Valdnir af þjónanemum og afgreiddir inn í sal.
Eftirréttur:
crêpe suzette (pönnukaka sem borin er fram logandi) með vanilluís, appelsínu og hindberjasósu.
Fleira tengt efni:
[feed url=“https://veitingageirinn.is/tag/norraena-nemakeppnin/feed/“ number=“6″ ]
Mynd: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Vín, drykkir og keppni5 klukkustundir síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?