Keppni
Ísland komst áfram á Ólympíuleikum matreiðslunema
Þessa dagana fara fram Ólympíuleikar matreiðslunema, en alls taka 50 lönd þátt í keppninni. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
Undanúrslitin voru haldin mánudag og þriðjudag og keppti Halldór á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Úrslitin eru kunngjörð og drengirnir eru komnir áfram og keppa um 1. – 10. sætið á föstudaginn næstkomandi klukkan 15:00 á íslenskum tíma.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: skjáskot úr snapchat veitingageirans
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Uppskriftir23 klukkustundir síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig