Keppni
Ísland komst áfram á Ólympíuleikum matreiðslunema
Þessa dagana fara fram Ólympíuleikar matreiðslunema, en alls taka 50 lönd þátt í keppninni. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
Undanúrslitin voru haldin mánudag og þriðjudag og keppti Halldór á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Úrslitin eru kunngjörð og drengirnir eru komnir áfram og keppa um 1. – 10. sætið á föstudaginn næstkomandi klukkan 15:00 á íslenskum tíma.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: skjáskot úr snapchat veitingageirans
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir11 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






