Keppni
Ísland komst áfram á Ólympíuleikum matreiðslunema
Þessa dagana fara fram Ólympíuleikar matreiðslunema, en alls taka 50 lönd þátt í keppninni. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
Undanúrslitin voru haldin mánudag og þriðjudag og keppti Halldór á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Úrslitin eru kunngjörð og drengirnir eru komnir áfram og keppa um 1. – 10. sætið á föstudaginn næstkomandi klukkan 15:00 á íslenskum tíma.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: skjáskot úr snapchat veitingageirans

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt1 dagur síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar um páskana
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kælivagn til leigu