Keppni
Ísland komst áfram á Ólympíuleikum matreiðslunema
Þessa dagana fara fram Ólympíuleikar matreiðslunema, en alls taka 50 lönd þátt í keppninni. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
Undanúrslitin voru haldin mánudag og þriðjudag og keppti Halldór á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Úrslitin eru kunngjörð og drengirnir eru komnir áfram og keppa um 1. – 10. sætið á föstudaginn næstkomandi klukkan 15:00 á íslenskum tíma.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: skjáskot úr snapchat veitingageirans

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum