Keppni
Ísland komst áfram á Ólympíuleikum matreiðslunema
Þessa dagana fara fram Ólympíuleikar matreiðslunema, en alls taka 50 lönd þátt í keppninni. Ólympíuleikarnir fara fram rafrænt en keppnin hefur venjulega verið haldin á Kolkata á Indlandi áður en kórónuveiran kom til sögunar.
Halldór Hafliðason keppir fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar eru Kristvin Þór Gautason og Dagur Gnýsson.
Undanúrslitin voru haldin mánudag og þriðjudag og keppti Halldór á mánudaginn s.l. þar sem hann fór í gegnum hæfnispróf með því að framkvæma ákveðna skurði og eldaði síðan fyllt pasta með sósu og í eftirrétt Crème caramel með ávaxtasósu.
Úrslitin eru kunngjörð og drengirnir eru komnir áfram og keppa um 1. – 10. sætið á föstudaginn næstkomandi klukkan 15:00 á íslenskum tíma.
Þjálfari er Ægir Friðriksson matreiðslumeistari og kennari í Hótel-, og matvælaskólanum.
Fleiri fréttir frá Ólympíuleikum matreiðslunema hér.
Mynd: skjáskot úr snapchat veitingageirans
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni3 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






