Vertu memm

Freisting

Ísland í víking til Köben. Nordic Challenge 2009

Birting:

þann

Nú skyldi taka út afrakstur æfinga Hallgríms Friðriks ( www.fridrikv.is ) og Gunnars Karls ( www.dill.is ) fyrir keppina Nordic Challenge 2009 í Kaupmannahöfn sem fram fer í næstu viku.

Saman vorum við komnir, Stefán Viðarsson ( www.nordica.is ), Hákon Már Örvarsson (www.glo.is), Stefán Ingi Svansson(www.turninn.is), Sigurður Gíslason ( www.turninn.is ), Matthías Þórarinsson ( www.freisting.is ), Kjartan Marinó Kjartanson ( www.icelandairhotels.is ) til að gefa sitt álit á matnum. 

Eftir smá spjall um liðnar keppnir var komið að fyrstu réttum en þeir félagar Hallgrímur Friðrik og Gunnar Karl koma til með að elda fyrir 7 manns, forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Einn af öðrum komu diskarnir úr eldhúsinu, mikið skoðað og hugmyndum velt fyrir sér og bragð og áferð metinn.  Greinilega fagmenn í fremstu röð hér á ferð enda báðir með mikla reynslu og gaman að sjá íslenska eldhúsið í hávegum haft.

Eftir keyrslu var spjallað um matinn, uppbyggjandi gagnrýni um það sem betur mætti fara og auðvitað hrós á það sem gott er.  Og trúið mér á þessum diskum var mikið af flottum atriðum og braðlaukarnir fóru beinlínis á flug!

Aðstoðarmaður Hallgríms er Bjarni Siguróli Jakobsson matreiðslunemi á Vox restaurant og aðstoðarmaður Gunnars er Ólafur Águstsson matreiðslunemi á Vox restaurant. Dómari Íslands verður Sigurður Friðrik Gíslason matreiðslumaður og veitingamaður í Turninum.

Auglýsingapláss

Meðal dómara og aðstandenda eru t.d. Erwin Lauterbach, Hans Beck Tomsen, Mathias Dalhgren, Charles Tjessem, Hans Valimaki ofl. allt gríðarlega þekktir menn í sínum heimalöndum og skandinavíu fyrir veitingastaði sína og matreiðslu.

Látum myndirnar tala sínu máli en lesa má um keppnina og hráefnið á heimasíðu keppninar ( www.nordicchallenge.dk )


Gunnar Karl Gíslason, yfirmatreiðslumaður á Dill restaurant
Forréttur/Fiskréttur


Gunnar Karl Gíslason
Kjötréttur


Gunnar Karl Gíslason
Eftirréttur

 


Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, yfirmatreiðslumaður á restaurant Friðrik V á Akureyri
Forréttur/Fiskréttur


Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
Kjötréttur


Hallgrímur Friðrik Sigurðarson
Eftirréttur

 


T.v. Sigurður Gíslason, Hákon Már Örvarsson og Stefán Viðarsson


Kjartan Marinó Kjartanson


Gunnar Karl Gíslason, yfirmatreiðslumaður á Dill restaurant


Hallgrímur Friðrik Sigurðarson, yfirmatreiðslumaður á restaurant Friðrik V á Akureyri


Stefán Ingi Svansson

 

Myndir og texti: Matthías þórarinsson, matreiðslumeistari

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið